Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

212. fundur 21. ágúst 2020 kl. 14:00 - 15:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
 • Jóel Þór Árnason aðalm.
 • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
 • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
 • Regína Valdimarsdóttir
 • Álfhildur Leifsdóttir
 • Jóhanna Ey Harðardóttir
 • Axel Kárason
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Ristahlið á þjóðvegi 1

Málsnúmer 2008114Vakta málsnúmer

Borist hafa upplýsingar um að Vegagerðin áformi að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn.
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. Það lýsir fáheyrðu ábyrgðarleysi að stefna í hættu áratugabaráttu gegn hættulegasta sauðfjársjúkdómi síðari ára og ætla ekki að endurnýja ristahlið á Þjóðvegi 1 við Héraðsvötn sem gegnir mikilvægu hlutverki í smitvörnum á milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust yfir 20 ár. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í að reyna að uppræta riðuveiki í landinu um árabil með ágætum árangri og skæklatog einstakra stofnana ríkisins um kostnað við að viðhalda þeim árangri má einfaldlega ekki stefna því í hættu. Vegagerðin, Matvælastofnun og Atvinnuvegaráðuneytið verða einfaldlega að leysa málið sín á milli og það strax. Landbúnaðarnefnd mun óska eftir fundi með forráðamönnum MAST og Vegagerðarinnar hið fyrsta vegna málsins.

2.Mælifellsrétt

Málsnúmer 2008073Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2020 frá Högna Elfari Gylfasyni og Þórunni Eyjólfsdóttur varðandi Mælifellsrétt og umhverfi hennar.
Upplýst var á fundinum að brugðist verður við og njóli fjarlægður nú í haust. Brugðist hefur verið við grjóthreinsun úr almenningi.
Landbúnaðarnefnd mælist til þess að fjallskilanefndir sjái til þess að réttir og umhverfi þeirra séu í lagi fyrir réttarstörf.

3.Grunur um riðusmit - hreinsun Grófargilsréttar

Málsnúmer 2002304Vakta málsnúmer

Málefni Grófargilsréttar rædd. Búið er að rífa allt timburverk úr réttinni og fjarlægja jarðveg úr réttinni og við hana. Nauðsynlegt er að MAST sjái um að klárað verði að keyra inn nýtt malarefni til yfirlagningar og farga gamla timbrinu eins og þeim ber skylda til svo fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps geti hafið endurbyggingu réttarinnar.

4.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017

Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer

Farið yfir fjallskilasamþykkt Skagafjarðar og athugasemdir við hana m.a. frá Akrahreppi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi.

5.Göngur og réttir haustið 2020 í sóttvarnarumhverfi Covid-19

Málsnúmer 2008070Vakta málsnúmer

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttlæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum. Það er síðan á ábyrgð sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.

6.Umsókn um beitarhólf á Hofsósi

Málsnúmer 2008115Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 15. júlí 2020 um beitarhólf nr. 7 á Hofsósi frá Sigurði Hólmari Kristjánssyni.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta Sigurði Hólmari Kristjánssyni beitarhólfi nr. 7 og felur starfsmanni landbúnaðarnefndar að útbúa leigusamning þar um.

7.Umsókn um beitarhólf á Hofsósi

Málsnúmer 2008116Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 19. júlí 2020 um beitarhólf nr. 7 og beitarhólf nr. 18 á Hofsósi frá Elisabeth Jansen.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta Elisabeth Jansen beitarhólfi nr. 18 og felur starfsmanni landbúnaðarnefndar að útbúa leigusamning þar um.

8.Fjallskilasjóður Deildardals - ársreikningur 2019

Málsnúmer 2006152Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2019.

9.Fjallskilasjóður Skarðshrepps - ársreikningur 2019

Málsnúmer 2008117Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2019.

10.Fjallskilasjóður Staðarhrepps - ársreikningur 2019

Málsnúmer 2008123Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2019.

11.Fjallskilasjóður Staðarafréttar - ársreikningur 2019

Málsnúmer 2008124Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2019.

Fundi slitið - kl. 15:20.