Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

209. fundur 26. febrúar 2020 kl. 15:00 - 16:48 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
 • Jóel Þór Árnason aðalm.
 • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
 • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Laufey Kristín Skúladóttir
 • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
 • Regína Valdimarsdóttir
 • Álfhildur Leifsdóttir
 • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var gerð tillaga um að taka mál 2002257 - Afréttarmál í Flókadal, á dagskrá með afbrigðum.
Var það samþykkt samhljóða.

1.Tilkynning um riðusmit

Málsnúmer 2002214Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra þar sem tilkynnt er um að greinst hafi hefðbundin riða í sauðfé á bænum Grófargili í Skagafirði.
Undir þessum dagskrárlið kom Jón Kolbeinn Jónsson til fundar við landbúnaðarnefnd, svo og Bjarni Bragason fjallskilastjóri fjallskilanefndar Seyluhrepps, úthluta og Elvar Eylert Einarsson varafjallskilastjóri.
Landbúnaðarnefnd harmar að riðutilfelli hafi komið upp á jörðinni Grófargili. Fram kom í máli Jón Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis að það er í verkarhing hans að sjá um að Grófargilsrétt verði hreinsuð og nánasta umhverfi hennar. MAST sér um að útvega fjármagn til verksins. Áður en verkið hefst þarf fjallskilanefndin að ganga frá leigusamningi við landeiganda, um lóð undir réttinni og nánasta umhverfi. Fjallskilanefndin hefur umsjón með endurgerð Grófargilsréttar.

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 2002212Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Sigurði Steingrímssyni, kt. 201246-2889,dagsett 21.02.2020. Sótt er um leyfi fyrir 20 kindur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir 20 kindur.

3.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1911066Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Herði Sigurjónssyni, kt. 210656-4059,dagsett 21.10.2019. Sótt er um leyfi fyrir 25 kindur og 15 hænur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir 25 kindur og 15 hænur.

4.Refa- og minkaveiðar 2020

Málsnúmer 2002193Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 31. janúar 2020 frá veiðimönnum sem sveitarfélagið hefur samið við um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu. Leggja þeir til að gerðar verði ákveðnar breytingar á gjaldskrá fyrra árs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum sveitarfélagsins að afla gagna frá nágrannasveitarfélögum, fyrir næsta fund nefndarinnar, um hvaða verðlaun þau eru að greiða vegna minka- og refaveiða.

5.Afréttarmál í Flókadal

Málsnúmer 2002257Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf dagsett 17. febrúar 2020, frá landeigendum og yfirráðamönnum jarðeigna í Flókadal þar sem farið er þess á leit að frá og með komandi sumri verði afréttargirðing endurbyggð sem fjárheld varsla, þar sem girðingarstæðið var og er.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu fjallskilanefndar Vestur-Fljóta.

Fundi slitið - kl. 16:48.