Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

34. fundur 09. mars 1999 kl. 13:00 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 34 – 09.03.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 9. mars kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki. 

            Mættir voru:  Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fundarsetning.
  2. Málefni hrossaræktar í Skagafirði.
  3. Bréf.
  4. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.

2. Málefni hrossaræktar í Skagafirði.  Bjarni bauð velkomna til fundar Víking Gunnarsson kennara Hólum og Bjarna Maronsson form. Hrossaræktarsamb. Skagfirðinga.  Mikil og gagnleg umræða fór fram m.a. um eftirfarandi þætti:

  1. Gróðurvernd og fækkun hrossa.
  2. Atvinnumál er tengist hrossarækt.
  3. Afréttarmál.
  4. Gæðastýringar (vottun) en þar eru helstu áhersluþættir:

        a)   Verndun landgæða.

        b)   Velferð hrossa.

        c)  Áreiðanleiki ætternis og uppruni hrossa.

    5. Forðagæsla og búfjáreftirlit.

Allir voru sammála um að fækka þurfi hrossum í Skagafirði og nauðsynlegt að bændur geri úttekt á sínum hrossabúskap m.a. með rekstrarúttekt, og auki ræktunina.  Áhugi var mikill á að vinna að því að fá bændur til að tileinka sér gæðastýringarkerfið, (vottunarkerfið) sem fagráð í hrossarækt vinnur að koma á.  Rætt var um að Búnaðarsamb. Skagfirðinga beiti sér í málinu.  Viku þeir félagar nú af fundi.

 

3. Kynnt bréf frá Landgræðslu ríkisins, er varðaði ofbeit.

 

4. Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, fundi slitið.

 

Þórarinn Leifsson                                                      Sigurður Haraldsson

Símon Traustason

Bjarni Egilsson

Skapti Steinbjörnsson

Smári Borgarsson