Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

22. fundur 24. nóvember 1998 kl. 13:00 - 17:30 Félagsheimilið Ljósheimar

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 22 - 24.11.1998

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 24. nóv. kl. 13.00. boðaði landbúnaðarnefnd til fundar í Félagsheimilinu Ljósheimum.  Til fundarins voru boðaðar fjallskilanefndir Staðarafréttar og af Skaga.

            Mættir voru nefndarmennirnir Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.  Þá voru einnig mættir fulltrúar af ofangreindum svæðum.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilamál á svæðinu og þóknun fyrir störf.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni greindi frá tilefni þess að fjallskilanefndir af ofangreindum svæðum voru boðaðar til fundar, en það var að ræða um fjallskilamál á svæðinu svo og greiðslu fyir störf.  Ágæt umræða fór fram um fjallskilamálin almennt, fjölmörg mál voru rædd og þá sérstaklega varð umræða um greiðslur fyrir unnin störf, sem í flestum tilfellum lendir mest á fjallskilastjórum.  Rætt var um óskilafénað og skepnur, sem koma fyrir í afrétti eftir leitir og kostnað samfara því, sem er alla jafnan greiddur úr fjallskilasjóði.  Þá voru fjallskilastjórnum gerð grein fyrir nauðsyn þess að gera fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi svæði og þarf sú áætlun að berast til skrifstofu sveitarfélagsins sem fyrst.  Rætt var um notkun á réttum og réttarhólfum utan þess tíma, sem fénaður er réttaður, og þá sérstaklega um ferðahópa sem notuðu svæðið sem áningarstað.  Nauðsynlegt talið að gera skýra samninga við landeigendur um notkun rétta og hólfa.  Þá varð allnokkur umræða um upprekstrartíma, upprekstur hrossa á svæðið, svo og gróðureftirlit, og ýmsar hugmyndir komu fram í þeim efnum.  Menn voru hlynntir því að fjallskilastjórar á svæðinu milli Héraðsvatna og Blöndu funduðu saman einu sinni á ári og reyndu að samræma smalanir eftir því sem hagkvæmt væri.  Lítillega var minnst á afréttarskrár og fundarmenn minntir á að skila athugasemdum fyrir 1. des nk. til form. landbúnaðarnefndar.  Mættir voru á fundinn 15 fulltrúar af áðurnefndu svæði, þakkaði Bjarni þeim góðar og gagnlegar umræður og viku þeir nú af fundi.

 

3. Önnur mál.  Sjá trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.30.

 

Þórarinn Leifsson                                         

Sigurður Haraldsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson

Bjarni Egilsson

Smári Borgarsson