Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

20. fundur 11. nóvember 1998 kl. 13:00 - 17:00 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 20 – 11.11.1998

 

            Ár 1998, miðvikudaginn 11. nóv. kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.

            Mættir voru Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilanefnd Viðvíkur- og Hólahrepps mættir til fundar.
  3. Fjallskilanefnd framhl. Seyluhr. og Lýtingsstaðahr. vestan Jökulsár vestri.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni bauð velkomna til fundar fjallskilanefnd Viðvíkur- og Hólahrepps þá Steinþór Tryggvason, Birgi Haraldsson og Sigurð Guðmundsson.  Hann greindi frá tilefni þess að nefndin var boðuð til fundar en það var að ræða um fjallskilamál á svæðinu og ræða þóknun til fjallskilstjóra, nefndarmanna o.fl.  Rædd voru fjölmörg mál varðandi fjallskilamálin, tilhögun og greiðslur fyrir ýmis verk sem þarf að vinna svo og rekstur fasteigna, s.s. skála og réttir, og leiguhólfa, einnig var rætt um reikningshald.  Gagnleg umræða fór fram um öll þessi atriði.  Þá var og einnig rætt um viðhald vega og girðinga og fleira sem þarf að gera á næsta ári.  Þeir félagar viku nú af fundi.

 

3. Bjarni bauð velkomna til fundar fjallskilanefnd framhl. Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vestan Jökulsár vestri, þá Sigfús Pétursson, Indriða Stefánsson og Egil Örlygsson.  Hann greindi frá tilefni þess að nefndin var boðuð til fundar, sem var að ræða um fjallskilamál á svæðinu og þóknun til nefndarmanna, einnig alm. fund á svæðinu.  Til umræðu voru tekin fjölmörg mál er varðaði fjallskilamálin alm. á svæðinu en svæðið tengist einnig Bólhlíðingum og mikil sameining á sér stað milli þessara aðila um smölun svo og rekstur skála á Eyvindarstaðaheiði og fl.  Rætt var um fyrirkomulag á innheimtu og þóknun til fjallskilanefndar fyrir störf.  Þá var rætt um nauðsyn þess að koma á alm. fundi á fjallskilasvæðinu um fjallskila og afréttarmálin og fá til ráðuneytis sérfróðan lögfræðing til að svara ýmsum lögfræðilegum atriðum, sem komið hafa á borð landbúnaðarnefndar svo og ýmsu því sem bændur vildu fá svör við.  Umræður í alla staði gagnlegar.  Þeir félagar viku nú af fundi.

 

4. Önnur mál.

Kynnt bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir viðræðum við landbúnaðarnefnd um landbúnaðarmál í Skagafirði, sérstaklega er varðar sauðfjárrækt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.00.

 

Þórarinn Leifsson                                          Sigurður Haraldsson

Smári Borgarsson

Bjarni Egilsson

Símon Traustason

Skapti Steinbjörnsson