Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

11. fundur 15. september 1998 kl. 13:00 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 11 – 15.09.98

 

Ár 1998, þriðjudaginn 15. sept., kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.

 

Mættir voru Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Sigurður Haraldsson, starfsm. nefndarinnar.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fulltrúi B.S.S. mætir til fundar.
  3. Viðræður við dýralækna v/garnaveikibólusetn.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni bauð velkominn til fundar Egil Bjarnason, sem mættur var til fundar sem fulltr. B.S.S. til þess að ræða um búfjáreftirlit í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, en viðræður hafa farið óformlega fram um að B.S.S. taki að sér eftirlitið.

Bjarni Egilsson og Símon Traustason viku af fundi, þar sem þeir eru stjórnarmenn í B.S.S., meðan rætt var við Egil. – Samkomulag varð um að Búnaðarsamband Skagfirðinga (B.S.S.) taki að sér búfjáreftirlit í sameinuðu sveitarfélagi, samkv. lögum um búfjárhald frá 1991 nr. 46, næstu fjögur ár.

Greiðsla fyrir eftirlitið pr.ár verði kr. 1.250.000 með v.s.k., upphæð þessi endurskoð­ist árlega samkvæmt samningi sem verður gerður þar um.

Egill vék nú af fundi. Bjarni og Símon mættu til fundar.

 

3. Á meðan rætt var við Egil Bjarnason ræddu þeir Bjarni og Símon við dýralæknana Einar Otta og Margréti Sigurðardóttur um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun í sameinuðu sveitarfélagi. Bæði höfðu þau áhuga á að ná samningum um framkv. þessara verka og settu fram tölur í því sambandi.

Nefndarmenn ræddu framkomnar verðhugmyndir og ákváðu að leggja fram gagn­tilboð og ná hagstæðari verðskrá.

 

4. Önnur mál.

a)    Rætt um tilhögun funda með hestamönnum, ákveðið var að boða eftirtalda aðila – formenn, ásamt einum fulltrúa frá eftirtöldum aðilum: Léttfeta, Stíganda, Svaða, Vindheimamelum sf, Hrossaræktarsamb. Skagafjarðar og Hestaíþróttadeild U.M.S.S.

Samþ. að koma á fundinum um miðjan okt. n.k.

 

b)   Kynnt tilboð í girðingarefni í Reykjaselsgirðingu, 2.5 km.

Tilboð komu frá Vélavali, Varmahlíð og Kaupfél. Skagfirðinga, skoða þarf tilboðin og bera þau saman, en ekki vannst tími til þess fyrir fundinn.

 

c)    Bjarni formaður sagði frá ýmsum hugmyndum sem Jón Ormar Ormsson hafði reifað við hann um Vestnorrænt samstarf Skagafjarðar – Grænlands, er tengist landbúnaðarmálum.

Samþ. var að fá Jón til fundar með nefndinni.

 

d)   Kynnt bréf frá Jóni Arnljótssyni, dags. 10.09.1998, er varðaði fjallskilamál.

Rætt var um innihald bréfsins og samþ. að fá skýringu um ýmis atriði hjá fjall­skilastjórn Lýtingsst.deildar og framhl. Seyluhr.

 

e)    Kynnt bréf frá Leifi Hreggviðssyni, dags. 15.09.98. Varðaði það m.a. tilhögun smölunar á hluta af Hofsafrétt.

Samþ. var að leita álits fjallskilastjórnar Hofsafréttar um inntak bréfsins.

 

Fleira ekki, fundargerð upplesin og samþ. Fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                                  Sigurður Haraldsson

Smári Borgarsson

Þórarinn Leifsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson