Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

187. fundur 19. október 2016 kl. 10:00 - 12:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson kynnti væntanlega framkvæmd við lagfæringu og endurbyggingu á Mælifellsrétt. Verða núverandi útveggir fjarlægðir og nýjir settir í staðinn úr galvanhúðuðu efni. Framkvæmdakostnaður verður tekinn af fjárveitingu frá fyrri árum.

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1609114Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Símoni Inga Gestssyni, kt. 231244-6899, dagsett 6. september 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.

Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

3.Tilkynning um riðusmit

Málsnúmer 1609309Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning dagsett 22. september 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Brautarholti.

Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.

4.Tilkynning um riðusmit - Stóra Gröf ytri

Málsnúmer 1610166Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning dagsett 13. október 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Stóru-Gröf ytri.

Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.

5.Fjallskilamál Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 1504247Vakta málsnúmer

Fjallskilamál Hofsóss og Unadals rædd.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - landbúnaðarmál

Málsnúmer 1610184Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2017 vegna landbúnaðarmála.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög til fyrri umræðu.

7.Skil á skýrslum vegna refa- og minkaveiði 2015-2016

Málsnúmer 1609163Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Samtals voru veiddir 338 refir, 262 grendýr og 76 hlaupadýr. Veiddir voru 142 minkar.

8.Ágangur búfjár milli Fjallabyggðar og Skagafjarðar

Málsnúmer 1609065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 1. september 2016 frá Fjallabyggð varðandi fjallskil ásamt samkomulagi dagsettu 31. ágúst 2016, um fjallskil í Héðinsfirði milli Fjallskiladeildar Austur-Fljóta, Fjallabyggðar og starfshóps um fjallskil í Fjallabyggð.

9.Ársreikningur 2015 - Fjallskilasj. Deildardals

Málsnúmer 1610009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2015.

10.Ársreikningur 2015 - Fjallskilasj. Hofsafréttar

Málsnúmer 1610010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2015.

11.Ársreikningur 2015 - Fjallsk.sjóður Staðarafrétt

Málsnúmer 1608126Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar leiðréttur ársreikningur Staðarafréttar fyrir árið 2015.

Fundi slitið - kl. 12:05.