Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

180. fundur 20. nóvember 2015 kl. 13:15 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Endurheimting votlendis við Hofsós

Málsnúmer 1506032Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Björgvin Guðmundssyni dagsett 20. maí 2015 þar sem leggur til að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós til að endurheimta votlendi og byggja upp fuglalíf.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið og vísar því til umhverfis- og samgöngunefndar.

2.Fjárhagsáætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2016

Málsnúmer 1510163Vakta málsnúmer

Lagðar fram fjárhagsáætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2016.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlög ársins 2016 úr sveitarsjóði verði 4.200.000 kr.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - Landbúnaðarmál

Málsnúmer 1511131Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2016, málaflokk 13-landbúnaðarmál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.

4.Gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár

Málsnúmer 1509167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár vegna ársins 2016.

Gjald fyrir útgáfu búfjárleyfis 10.000 kr.
Handsömunargjald skv. 8.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, 10.000 kr.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.

5.Leigusamningur um land undir Selnesrétt

Málsnúmer 1504168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að leigusamningi um land undir Selnesrétt á milli sveitarfélagsins og landeigenda Selness á Skaga.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

6.Lóðarleigusamningur - Mælifellsrétt

Málsnúmer 1401207Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að leigusamningi um land úr jörðinni Hvíteyrum undir Mælifellsrétt.

7.Ársreikningur 2014 fjallsk.sj. Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 1510265Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2014.

8.Hreppsnefnd Skagabyggðar - bókun vegna fjallskila

Málsnúmer 1507099Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun frá hreppsnefndarfundi Skagabyggðar þann 19. júní 2015.

"Upp hefur komið sú staða að flýta göngum vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Húnavatnshrepps vegna fjallskiladeildar Bólstaðarhlíðarhrepps og ákvörðun Skagfirðinga og farið verði 5.september, viku fyrr en áætlað var, en seinni göngur séu á réttum tíma.
Samþykkt var að flýta göngum þrátt fyrir að Fjallskilasamþykkt Austur-Húnavatnssýslu kveði á um að farið sé viku seinna skv. 23. grein. Er það gert til að fylgja aðliggjandi fjallskiladeildum og auðvelda fjárskil.
Sveitarstjórn Skagabyggðar vill að það komi skýrt fram að farið verði eftir Fjallskilasamþykkt Austur-Húnavatnssýslu næstu 7 árin. Og beinum því til annara sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu að gera slíkt hið sama."

Landbúnaðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að göngum hafi verið flýtt og styður þá ákvörðun.

Fundi slitið - kl. 15:45.