Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

170. fundur 10. janúar 2014 kl. 20:00 - 20:10 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg H Hafstað varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Viðstödd fundinn voru Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson fyrrverandi þjónustufulltrúi og starfsmaður landbúnaðarnefndar.

1.Styrkbeiðni - framkvæmdir við aðstöðuhús Skarðarétt

Málsnúmer 1311113Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framför, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 kr. til að setja loftaklæðningu í aðstöðuhús við Skarðarétt í Gönguskörðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að styrkja kvenfélagið um 100.000 kr. og taka fjármunina af málaflokki 13210.

2.Endurgreiðsla vegna minkaveiða

Málsnúmer 1312254Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu vegna minkaveiða á tímabilinu 01.09. 2010 -31.08. 2011. Samtals nemur þetta aukaframlag 181.343 kr.
Í lok fundar var Sigurði Haraldssyni þökkuð góð og farsæl störf fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 20:10.