Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

38. fundur 03. apríl 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 38 (110)  – 03.04.2006

 
 
            Ár 2006, mánudaginn 3. apríl kl. 10:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Galtarárskáli
  3. Borgarey
  4. Önnur mál
 
afgreiðslur
 
1.      Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Galtarárskáli. Árni sagði frá gangi mála varðandi viðbyggingu við Galtarárskála. Landbúnaðarnefnd gerir eftirfarandi bókun: 
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðaheiðar heimild til að stækka Galtarárskála skv. teikningum, sem unnið var að af Verkfræðiskrifst. Stoð á Sauðárkróki. Lægsta tilboð í verkið kom frá Trésmiðjunni Krák ehf, Blönduósi, að upphæð kr. 11.937.290 m.vsk. Verkið verður fjármagnað að hluta með 8.000.000 kr. láni frá Eyvindarstaðaheiði ehf til 20 ára með 4,15#PR vöxtum, verðtryggt. Gert er ráð fyrir því að virðisaukaskattur fáist endurgreiddur.
Þá óskar Landbúnaðarnefnd eftir því við Byggðarráð að það fjármagni framkvæmdina sem er umfr. 8.000.000 kr. í eignarhlutfalli á móti Húnavatnshreppi eða allt að kr. 1.500.000.
 
3.      Rætt var um málefni Borgareyjar. Sigurði falið að sjá um þau mál í samráði við fjármálastjóra.
 
4.      Önnur mál:  Rædd ýmis mál.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
 
Árni Egilsson, ritari