Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

35. fundur 30. nóvember 2005
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 35  – 30.11.2005

 
 
            Ár 2005, miðvikudaginn 30. nóv. kl. 16:30, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Fjárhagsáætlun 2006 og staða málaflokka fyrstu 11 mán. 2005
  3. Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Eyvindarstaðaheiði, eignarhlut Bólstaðarhl.hr.
  4. Erindi frá Umhverfisstofnun
 
 
afgreiðslur
 
1.      Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Farið var yfir stöðu málaflokka, sem tilheyra Landbúnaðarnefnd, fyrstu 11 mánuði þessa árs.
Staðan er undir áætlun að undansk. kostnaði við refa- og minkaeyðingu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir þann fjárhagsramma v/árs 2006, í þeim málaflokkum, sem tilheyra nefndinni og vísar þeim til byggðarráðs og til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
 
3.      Lagt fram til kynningar: Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Eyvindarstaðaheiði, eignarhlut Bólstaðarhlíðarhrepps.
 
4.      Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun er varðar friðland í Guðlaugstungum og Álfgeirstungum.
Gert er ráð fyrir kynningarfundi með hagsmunaaðilum í byrjun des. n.k.
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið.                                       
Sigurður Haraldsson, ritari