Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

33. fundur 30. ágúst 2005

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 33  – 30.08.2005

 
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14:00, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, (Áhaldahúsinu á Sauðárkróki).
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Refa- og minkaeyðing 2005
  3. Staða fjárhagsáætlunar 2005
  4. Bréf - Landgræðsla ríkisins, dags. 19.08.05
  5. Garnaveikibólusetning og hundahreinsun 2005
  6. Héraðsvötn
 
afgreiðslur
 
1.      Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Refa- og minkaveiði 2005.
Lögð fram skýrsla um veiðarnar frá 1. sept. 2004 – 30. ág. 2005.
Refaveiðar: 95 hlaupadýr, 70 fullorðin grendýr, 152 yrðlingar, samt. 317 dýr. Kostnaður kr. 4.691.999,- meðalt. pr. dýr kr. 14.801,- þar af vsk. kr. 797.598,-.
Væntanleg endurgreiðsla 30#PR kr. 428.580,-. Allnokkur aukning á veiði milli ára eða 53 dýr.
Minkaveiðar frá 1. sept. 2004 – 30. ág. 2005.
Veidd hafa verið 483 dýr, sem er aukning um 127 dýr, kostnaður kr. 2.361.397,-, meðaltal pr. dýr kr. 4.889,-. Þar af vsk. kr. 425.117,-. Væntanl. endurgreiðslur 30#PR kr. 708.419,-.
Meðalkostnaður pr. dýr bæði í ref og mink hefur lækkað milli ára, en þrátt fyrir það hefur heildarkostnaður hækkað milli ára, sem stafar af aukinni veiði, sem er veruleg.
Kostnaður vegna veiðanna hefur farið fram úr fjárhagsáætlun um rúm 1.200.000 þús.
Framlag ríkisins til veiðanna þyrfti að stórhækka, vsk. til ríkisins af veiðunum er nokkru hærri en væntanleg endurgreiðsla, þannig að ríkið hefur í raun hagnað af veiðunum.
 
3.      Lögð fram til kynningar staða þeirra málaflokka, sem tilheyra Landb.nefnd.
 
4.      Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins. Efni: Framkvæmd landbóta- og landnýtingaráætlunar fyrir Hofsafrétt, Skagafirði. Landbúnaðarnefnd er að vinna í málinu.
 
5.      Samþ. var að ræða við Margréti og Höskuld dýral. um endurnýjun á samningi um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun í sveitarfélaginu 2005.
 
6.      Rætt var um rennslisaukningu Héraðsvatna um svokallaðan Affalla norðan Valla – sbr. fundargerð frá 6. júlí sl. (32. fundur). Árna falið að fylgjast með þeim málum.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson                                        Sigurður Haraldsson, ritari
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson