Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

30. fundur 07. mars 2005

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 30  – 07.03.2005

 
 
            Ár 2005, mánudaginn 7. mars kl. 13:00,  kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Ráðhússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar E. Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
            Sigurður Sigurðarson dýralæknir hafði óskað eftir fundi með landbúnaðarnefnd og þessi fundur haldinn að hans ósk. Auk hans voru mættir til fundarins Ármann Gunnarsson dýralæknir, Stefán Friðriksson dýralæknir, Eiríkur Loftsson ráðunautur og Eyþór E. Einarsson sauðfjárræktarráðunautur.
 
 
Dagskrá
 
Árni setti fund og bauð fundarmenn velkomna, gaf síðan Sigurði orðið.
 
Sigurður dýral. tók nú til máls, hann byrjaði á að ræða um riðuveiki í Skagafirði og þau 2 síðustu tilfelli, sem komu upp í Árgerði í Sæmundarhlíð og á Ytri-Húsabakka á sl. ári.
Sigurður greindi frá smitleiðum, sem m.a. væru flutningur á fé milli svæða, heysala milli svæða og bæja o.fl.  Þá ræddi hann um varnaraðgerðir þegar veikin hefur komið upp, hann ræddi einnig um þá hættu sem væri á flutningi á sláturfé til sláturhúsa, þá væri full ástæða til að herða tökin til varnar útbreiðslu veikinnar og hvetja bændur til aðgæslu.
Sigurður greindi frá því að bændum á Austurlandi verði boðið upp á að koma með fé, sem er að dragast upp, til slátrunar á Fossvöllum þar sem sýni verði tekin úr fénu.
Sigurður sýndi litskyggnur máli sínu til skýringar og mjög margt athyglisvert kom fram í máli hans sem vert er að skoða og koma ábendingum til bænda um aðgæslu.
 
Almennar umræður fóru nú fram um framsöguerindi Sigurðar.
 
Allir sammála um að brýna fyrir bændum að fara eftir settum reglum um riðuveiki og varnir gegn henni og senda út dreifibréf.
 
Þá var rædd nauðsyn þess að ná sýnum úr gömlum kindum, sem í mörgum tilfellum eru grafnar heima hjá bændum en ekki sendar á sláturhús. Hugmynd þessari verði komið á framfæri við Félag sauðfjárbænda.
 
Landbúnaðarnefnd mun í samráði við Leiðbeiningarmiðstöðina og Fél. sauðfjárbænda koma á framfæri hvatningu til bænda um að vera vel á verði og virða þær reglur, sem í gildi eru gagnvart riðuveiki.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari