Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

29. fundur 01. mars 2005

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 29  – 01.03.2005

 
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 1. mars kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Ráðhússins á Sauðárkróki. kl. 1400,
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Sigfússon (varam. Úlfars Sveinssonar) og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá
 
1.      Riðuveiki
2.      Galtarárskáli
3.      Refa- og minkaeyðing
4.      Önnur mál
 
Árni formaður setti fund og kynnti dagskrá.
 
afgreiðslur
 
1.      Árni greindi frá því að Sigurður Sigurðarson, dýral., hefði haft samband við sig og rætt um riðumál í sveitarfélaginu. Á sl. hausti kom upp riðutilfelli á bænum Ytri-Húsabakka. Sigurður hefur óskað eftir fundi með landbúnaðarnefnd.
 
2.      Árni sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Galtarárskála. Þá hafa brunavarnir gert athugasemdir við skálann. Rætt hefur verið um að byggja við skálann í sumar og gerðar teikningar í því sambandi. Þá þarf að leggja í verulegan viðhaldskostnað á skálanum.
 
3.      Refa- og minkaeyðing.
Árni kynnti og dreifði reglugerð um refa- og minkaveiðar, reglugerð frá 1995. Landbúnaðarnefnd hefur verið boðuð á fund hjá atvinnu- og ferðamálanefnd kl. 15:00 í dag.
 
4.      Önnur mál:
Rætt var um skil á fjallskilasjóðsreikningum frá fjallskilastjórum, Sigurði falið að senda þeim bréf og hvetja til betri skila.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson                                              Sigurður Haraldsson, ritari
Einar E. Einarsson
Sigurður Sigfússon