Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 26 – 18.11.2004
Ár 2004, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, (Áhaldahúsi), Sauðárkróki.
Mættir voru: Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2005
2. Réttarbygging í Fljótum
3. Réttarbygging í Deildardal
4. Innheimtumál fjallskiladeilda
5. Bréf
6. Önnur mál
Árni setti fund og lýsti dagskrá.
AFGREIÐSLUR:
1. Fjárhagsáætlun 2005
Rædd fjárhagsáætlun 2005 og stöður mála vegna 2004.
2. Réttarbygging, Fljótum.
Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um kostnað en borist hefur greiðsla frá Bjargráðasjóði vegna tjóns á Stíflurétt upp á kr. 4.900.000.
3. Réttarbygging í Deildardal.
Byggð verður ný rétt árið 2005, unnið er að hönnun og kostnaðaráætlun.
4. Innheimtumál fjallskiladeilda.
Árna og Sigurði falið að kanna stöðu innheimtumála fjallskiladeilda og leita úrbóta þar sem þess er þörf.
5. Bréf
a) Lagt fram bréf, undirritað af Hlyni M. Jóhannssyni, dags. 18. okt. ’04. Bréfið er í 4 tölusettum liðum. Árna og Sigurði falið að svara bréfinu.
b) Lagt fram bréf til kynningar, dags. 7. okt. ’04, undirritað af fulltrúa Sýslumanns, Ásdísi Ármannsdóttur.
6. Önnur mál:
Endurnýjaður var samningur við dýralækna um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun í sveitarfélaginu, óveruleg hækkun varð milli ára.
Rædd voru ýmis mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari