Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

22. fundur 18. maí 2004
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 22  – 18.05.2004

 
 
            Ár 2004, þriðjudaginn 18. maí kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki, mættir voru Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá:
1.      Refa- og minkaveiðar 2004
2.      Stofnun Veiðifélags Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar
3.      Búfjárhald í Hofsósi
4.      Álit umboðsm. Alþingis vegna álagningar fjallskilagjalda.
5.      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
1.      Rætt var um refa- og minkaveiði 2004. Lagt var fram bréf til Landb.nefndar frá Byggðaráði Skagafjarðar, dags. 4. maí 2004. Þar er vísað í bréf Umhverfisstofnunar dags. 25. apríl ’04, þar sem greint er frá viðmiðunartöxtum ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2003-31. ág. 2004. Þar kemur fram að endurgreiðsla ríkisins verður 30#PR á stað 50#PR, eða sama framlag og síðastl. ár.
Ljóst er af framangreindu að lækka þarf kostnað vegna veiða um 20#PR samkv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins f. 2004. Samþykkt var að funda með veiðimönnum í byrjun júní.
Þá var samþ. að skrifa stjórnum veiðifélaga í sveitarfélaginu og óska eftir að veiðifélögin taki þátt í minkaveiðum meðfram ám og vötnum allt að 30#PR. Að öðrum kosti verður að skerða þjónustu við veiðarnar.
 
2.     Kynnt drög að samningi fyrir Veiðifélag Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir stofnun veiðifélagsins.
 
3.      Samþykkt að fela fjallskilanefnd Unadalsafréttar að fara með stjórn búfjár- og beitarmála á Hofsósi.
 
4.      Lögð fram til kynningar álitsgerð umboðsmanns Alþingis varðandi fjallskilamál.
 
5.      Önnur mál engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson