Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

12. fundur 27. febrúar 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 12  – 27.02.2003

            Ár 2003, fimmtudaginn 27. febr. kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

Dagskrá:
            1.      Fundarsetning
            2.      Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagaf.
            3.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.          Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.          Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagaf. - Sjá trúnaðarbók.
3.          Önnur mál:
Rætt var um þjóðlendumálin og hver aðkoma sveitarfélaga er að þeim málum. Sigurði falið að afla upplýsinga um málið.
Bjarni sagði frá fundi með fulltr. Landsvirkjunar í Reykjavík og samráðsnefndar­mönnum um samning Blönduvirkjunar.
Landsvirkjun hefur sett fram kröfu um eingreiðslu varðandi uppgræðslu og áburðargjöf en hefur nú með þessum fundi fallið frá þeirri kröfu. Niðurstaða varð sú að borið verður á heiðina samkv. Blöndusamningi.
Rætt var um eyðingu refa og nauðsyn þess að halda kostnaði niðri. Haft hefur verið samband við Húnvetninga um að samræma greiðslur fyrir veiðar.
    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12,30
  
             Sigurður Haraldsson