Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

9. fundur 07. janúar 2003
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 9  – 07.01.2003

             Ár 2003, þriðjudaginn 7. jan. kl. 1300 kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður. 
Dagskrá:
  
                 1.      Fundarsetning
  
                 2.      Fjárhagsáætlun 2003
  
                 3.      Bréf:
  
                         a)      Jón Arnljótsson, dags. 17.09.02
  
                         b)     Lögm.stofa Þórdísar Bjarnad., dags. 28. nóv. 02
  
                         c)      Bændasamtök Íslands, dags. 20.12.02
  
                         d)     Landgræðsla ríkisins, dags. 10.12.02 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá. 
2.      Fjárhagsáætlun 2003.
Farið var yfir fjárbeiðni frá fjallskiladeildum, gerðar voru nokkrar breytingar til lækkunar, nokkur atriði þarf að skoða nánar áður en gengið verður frá endanlegri fjárhagsáætlun.
Rætt var um kostnað við eyðingu refa og minka, sem fór nokkuð fram úr fjárhagsáætlun 2002.
Umræða var um að koma á sameiginl. fundi með fulltrúum sveitarfélaga í A-Hún og ræða við þá um refaveiðar. Leitast verður við að ná niður kostnaði við  veiðarnar á þessu ári og halda sig innan fjárhagsramma. 
3.      Bréf: 
           
a.      Kynnt bréf, dags. 17.09.02, undirritað af Jóni Arnljótssyni.
       
    Landbúnaðarnefnd hafði boðað Jón til fundarins til að ræða efni bréfsins,
            sem varðaði álögð fjallskilagjöld, er honum hefur verið gert að greiða en
            hann ekki tilbúinn að samþykkja, og mótmælir álagningunni og telur hana
            ekki standast.
   Allnokkrar umræður fóru fram og óskaði landbúnaðarnefnd
            eftir nánari upplýsingum  frá Jóni og rökstuðningi. Vék Jón nú af fundi.

             
b.      Kynnt bréf frá lögmannsstofu Þórdísar Bjarnadóttur, er varðaði
             eignarjörðina  Miðhúsagerði í Hofshreppi, Skagaf.
  
          Þar er beðið um samþ. til að taka land út úr jörðinni og lausn þess úr
             landbúnaðarnotum, með erindinu fylgdu uppdrættir.
  
          Landbúnaðarnefnd samþ. beiðnina fyrir sitt leyti og vísar erindinu til byggingar-
             og skipulagsnefndar til endanl. afgreiðslu.

                          c.      Kynnt bréf Bændasamt. Íslands, dags.20.12.02, er varðaði framkv. forðagæslu.
                          d.      Kynnt bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 10.12.02. Efni: Samstarfsverkefnið
Bændur græða landið
. Þar er óskað eftir styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins. Landbúnaðarnefnd mælir ekki með styrkveitingu.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1700. 
Bjarni Egilsson                                         Sigurður Haraldsson
Úlfar Sveinsson
Einar Einarsson