Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

7. fundur 23. september 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 7 – 23.09.2002

             Ár 2002, mánudaginn 23. sept kl. 1400 kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í Hótel Varmahlíð. 
Dagskrá:
  
                 1.      Fundarsetning
  
                 2.      Vatnafellsgirðing
  
                 3.      Garnaveikibólusetn. og hundahreinsun
  
                 4.      Bréf
  
                 5.      Samkomulag um Ásgarðsmál 
AFGREIÐSLUR: 
1.          Bjarni setti fund og kynnti dagskrá. 
2.          Rætt um ástand Vatnafellsgirðingar, umræða um hana hefur farið fram í landbúnaðarnefnd undanfarin ár en ekki fengist niðurstaða, girðingin kemur ekki að notum, liggur að stórum hluta niðri. Hugmynd hefur verið uppi um að gera girðinguna upp, afhenda hana síðan.
Landbúnaðarnefnd samþ. að fela Bjarna og Sigurði að vinna að niðurstöðu í málinu. 
3.          Rætt um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun í sveitarfélaginu í haust.
Samþ. var að ganga til samninga við dýralækna og haft verði samráð við félag sauðfjárbænda, Bjarna og Sigurði falið að vinna að samningi við dýralækna. 
4.          Kynnt bréf frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni, dags. 20.09.02, bréfið er í 2 liðum.
Í 1. lið er samþ. að leyfa flutning á heyi frá Laufskálum og Ingveldarstöðum í Hjaltadal í hesthúsahverfi á Sauðárkróki. Sbr. ósk 20.09.02.
2. liður bréfsins varðar sprautun á sauðfé til útrýmingar fjárkláða á eftirtöldum bæjum í Skagafirði og svæðum, svo og hreinsun húsa:
1.      Gönguskörð, Tunga Heiði,  Veðramót.
2.      Reykjaströndin öll.
3.      Hegranesið allt.
4.      Húsey og Bakki í Seyluhr. hinum forna.

Óskað er eftir umsögn landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að sprautað verði einnig á bæjunum Breiðsstöðum, Skíðastöðum, Hvammi og Sævarlandi. Landbúnaðarnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir.
Gert er ráð fyrir sömu kostnaðarskiptingu við framkvæmdina og var á sl. vetri. 

5.          Kynnt hugmynd að samkomulagi um niðurstöðu í Ásgarðsmáli. 
Fleira ekki - fundi slitið. 
Bjarni Egilsson                         Sigurður Haraldsson
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson