Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

62. fundur 15. janúar 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 62 – 15.01.2001

Ár 2001, mánudaginn 15. jan. kl. 10,30 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Skr.
  
         Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, og Sigurður Haraldsson, starfs­maður.
Dagskrá:
           
   1.      Fundarsetning
                2.      Fjárhagsáætlun 2001, fjallskilasjóðir
                3.      Samningur um land undir Staðarrétt
                4.      Bréf

AFGREIÐSLUR:
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Gerð var leiðrétting á fjárhagsáætlun fjallskiladeilda 2001, var hún lækkuð frá fyrri umræðu um kr. 410.000 og verður því framl. úr sveitarsjóði kr. 2.562.930, auk 120 þús. í nýframkvæmdir.
3.      Lagður fram til kynningar samningur um land undir Staðarrétt milli eiganda Geitagerðis, Halls Sigurðssonar, og Sveitarfél. Skagafjarðar. Landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
4.                   
a)         Lagt fram bréf, dags. 11. des. 2000, frá landbúnaðarráðuneyti, þar er verið að  óska umsagnar um að Ástvaldur Jóhannesson fái að kaupa eignarhluta ríkisins í ábýlisjörð sinni, Reykjum í Hjaltadal. Landbúnaðarnefnd mælir með að Ástvaldur fái að kaupa ábýlisjörð sína.
b)         Lagt fram bréf, dags. 2. jan. 2001, frá Sigtryggi Gíslasyni, fjallskilastjóra Hofsafréttar. Þar er bent á að fjármagn vantar til viðhalds og nýbyggingar mannvirkja á Hofsafrétt. Landbúnaðarnefnd samþ. að skoða þessi mál með vorinu og fara í skoðunarferð.
c)         Lagt fram bréf, dags. 2. jan. 2001, undirritað af Sigtryggi Gíslasyni, er varðaði niðurfellingu á fjallskilagjöldum á Eyvindarstaðaheiði. Samþ. var að boða til fundar með fjallskilastjórum Eyvindarstaðaheiðar og heimalandasvæða í Lýtingsstaðahreppi.

                        Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00.
Bjarni Egilsson                        Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson