Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

59. fundur 01. desember 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 59 – 01.12.2000

 
 
Ár 2000, föstudaginn 1. des. kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
 
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Jón Arnljótsson varam. Þórarins Leifssonar og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Eyðing refa og minka.
3.      Lausaganga búfjár í sveitarfélaginu.
4.      Bréf.
5.      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Eyðing refa og minka.
Rætt var sérstaklega um refaveiðar og lög þar að lútandi. Samþ. var að fá veiðistjóra á fund með landbúnaðarnefnd og þeim, sem stunda veiðarnar á vegum sveitarfélagsins.
 
3.      Lausaganga búfjár í sveitarfélaginu.
Mættu nú til fundar eftirtaldir: Frá vegagerð: Guðmundur Ragnarsson; frá lögreglu: Guðmundur Pálsson; frá tryggingarfél.: Sigurbjörn Bogason, Brynjar Pálsson og Ingimar Jóhannsson; Bjarni Maronsson, búfjáreftirlitsmaður sveitar­félagsins.
Bjarni Egilsson gerði grein fyrir þeirri ástæðu að til þessa fundar var boðað, sem var lausaganga búfjár á vegum og hin tíðu slys og tjón, sem af því hlýst.
Mjög gagnleg og fróðleg umræða fór fram um þessi mál og reifaðar tillögur til úrbóta, farið yfir lög er varða málið. Menn töldu að erfitt væri um vik að vetri til þegar girðingar á sumum svæðum færu í kaf, þá væri ávalt viss hætta á þeim svæðum sem vegur liggur um ógirt afréttarlönd. Talið var nauðsynlegt að brýna fyrir bændum og öðrum þeim, sem búfénað hafa undir höndum, ábyrgð þeirra gagnvart slysum og nauðsyn þess að hafa girðingar í lagi.
Fram kom að umræða er nú um að vegagerðin taki að sér viðhald girðinga með vegum.
Fram kom að óvenju mörg slys hafa orðið þar sem ekið hefur verið á nautgripi nú í haust.
Viku þeir nú af fundi, sem boðaðir voru undir þessum lið dagskrár.
Í framhaldi af þeim umræðum sem fram fóru á fundinum var ákveðið að senda út dreifibréf til búfjáreigenda og landeigenda, þar sem fram kæmu ýmis atriði s.s. ábyrgð  þeirra varðandi búfénað og viðhald veggirðinga.
Þá var ákveðið að óska eftir viðræðum við vegagerð og lögreglu um viðhald vegna girðinga og hreinsun búfjár af vegsvæðum.
 
4.      Kynnt bréf frá yfirdýralækni, dags. 20.11.2000, er varðaði útrýmingu fjárkláða. Lagt til í bréfinu að fara í aðgerðir á næsta ári.
 
5.      Önnur mál.
Rætt var um lög um búfjárhald og forðagæslu og sérstaklega atriði í lögunum þar sem kveðið er á um tilsjónarmann með búfénaði, t.d. á jörðum sem eru í eyði.
Lögð fram skrá um girðingaúttekt á jörðum í sveitarfélaginu, úttekt fór fram á 133 jörðum, sem fengu greiddar kr. 3.107.347,-.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,00 .
 
Bjarni Egilsson                          Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Jón Arnljótsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason
 
../ems