Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

162. fundur 12. október 2012 kl. 10:00 - 11:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg H Hafstað varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri
Dagskrá
Undir 1. lið fundarins sátu Vernharð Guðnason og Eiríkur Loftsson fundinn.

1.Hausthret 2012 - búfjárskaðar og eignatjón

Málsnúmer 1210120Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir stöðuna eins og málið lítur út í dag. Gerði hann einnig grein fyrir fundi sem haldinn var þriðjudaginn 9. október sl. og boðaður var af Almannavarnarnefnd. Þar voru boðaðir fjallskilastjórar auk fulltrúa Almannavarnarnefndar, sveitarfélagsins, Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar og fulltrúa frá ríkislögreglustjóra. Eiríkur Loftsson fór yfir þær tölur sem nú liggja fyrir varðandi tjón á búpeningi. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur, en allt bendir til að á milli 4000 - 5000 fjár sé saknað eða fundist hefur dautt.. Tölur þurfa að liggja fyrir sem fyrst svo svo hægt sé að gera grein fyrir tjóninu. Koma þarf þeim tölum til Bjargráðasjóðs. Þá er umtalsvert tjón á girðingum, sem erfitt er að kanna fyrr en snjóa leysir. Vernharð fór yfir aðkomu Almannavarnarnefndar að málinu og hvaða lærdóm megi draga af því og hvernig brugðist var við. Gerði hann grein fyrir sameiginlegu leitarátaki bænda og björgunarsveita sem fram fór laugardaginn 29 september sl. Gerði hann grein fyrir að Almannavarnarnefnd hefur skipað vinnuhóp sem vinna á aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir ef slíkt ástand kemur upp aftur. Þá á nefndin að skoða hvernig brugðist var við nú og hvað helst þurfi að bæta úr. Einnig gerði Vernharð grein fyrir að stefnt er að flugi yfir hluta svæðisins n.k sunnudag ef veður leyfir. Í umræðum nefndarinnar var farið ýtarlega yfir málið, auk umræðna um það tjón sem beint hefur orðið urðu umræður um það hættuástand sem skapast ef að heilu svæðin eru rafmagns-og símasambandslaus jafnvel sólarhringum saman.

2.Borgarey - land til leigu

Málsnúmer 1204223Vakta málsnúmer

Fyrirliggja tvær umsóknir. Sveitarstjóra falið að gera leigusamning við Bjarna Maronsson um landið, en hann var annar umsækjanda. Leigutími verði 3 ár með uppsagnarákvæði.

3.Refa- og minnkaveiðar, skipting 2012

Málsnúmer 1203337Vakta málsnúmer

Farið yfir veiðitölur, refa- og minkaveiði 2012. Alls hafa veiðst 339 refir á árinu og 133 minkar. Minkaveiðin hefur farið minnkandi undarfarin ár en refaveiðin er heldur að aukast. Nefndarmenn eru sammála um að refur er að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður hefur verið. Varðandi fjárhagsáætlun þá lítur út fyrir að kostnaður við málaflokkinn fari um 3-400 þúsund fram úr fjárhagsáætlun ársins. Mjög nauðsynlegt að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Áskorun beint til ríkisins að auka aftur fjármagn til málaflokksins en undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis fjárþörf málaflokksins.

Fundi slitið - kl. 11:40.