Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

51. fundur 16. mars 2000
 Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 51 – 16.03.2000

    Ár 2000, fimmtudaginn 16. mars, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki kl. 1000.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
  1. Fundarsetning.
  2. Bréf.
   1. varðandi jörðina Dalsá.
   2. fjallskilanefnd Sauðárkróks.
  1. Kosningar.
  2. Skarðsármál.
  3. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
 1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 2. Bréf.
 1. Lagt fram bréf dags. 9. mars 2000 undirritað af Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra, er varðaði erindi til Byggðarráðs Skagafjarðar frá Jóni Brynjólfssyni og Grethe Have, þar sem þau óska eftir að kaupa jörðina Dalsá í Gönguskörðum. Óskað er eftir umsögn landbúnaðarnefndar um málið.
 2. Lagt fram bréf frá fjallskiladeild Sauðárkróks dags. 06.03.2000. Afgreiðslu bréfanna frestað til 21. mars nk. meðan unnið er í málinu.
 1. Kosningar - í stað Egils Örlygssonar s.br. bréf hans 2.2.2000, Sigfús Pétursson kjörinn í samráðsnefnd um málefni Blönduvirkjunar, þá er hann tilnefndur til að taka sæti í nefnd um endurskoðun á Blöndusamningi.
 2. Skarðsármál - Bjarni bauð velkominn til fundar Sigmar Jóhannsson formann Skarðsárnefndar. Bjarni kynnti síðan viðaukasamning við leigusamning um Skarðsá dags. 26.06.1996. viðaukasamningur er í 7 tölusettum liðum. Leigusali er Sveitarfélagið Skagafjörður. Leigutaki Jón Baldvinsson. Nokkrar umræður urðu um viðaukasamninginn og formaður Skarðsárnefndar mun kynna samninginn fyrir nefndarmönnum sínum. Vék nú Sigmar af fundi.
 3. Önnur mál - ýmis mál rædd. Næsti fundur landbúnaðarnefndar ákveðinn þriðjudaginn 21. mars nk. á Hótel Varmahlíð kl. 1200.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1315.
Bjarni Egilsson 
Smári Borgarsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson
                                 Sigurður Haraldsson