Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

50. fundur 08. febrúar 2000
 Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 50 – 08.02.2000

    Ár 2000, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
  1. Fundarsetning.
  2. Eyðing refa og minka.
  3. Hlutverk og verkefni landbúnaðarnefndar.
  4. Bréf sem borist hafa.
   1. Frá Agli Örlygssyni.
   2. Frá Haraldi Þ. Jóhannssyni.
   3. Frá Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra Skagafjarðar.
   4. Frá Sigmundi Jónssyni.
   5. Frá Hestamannafélaginu Svaða.
  1. Kaupsamningur v/Skiptabakkaskála.
AFGREIÐSLUR:
 1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 2. Rætt var mikið um veiðarnar, lagt fram yfirlit um kostnað hjá veiðimönnum pr.dýr (samant. starfsm.). Samþykkt var að boða veiðimenn á fund og ræða málin. Þá var samþykkt að hafa samband við veiðistjóra og óska eftir námskeiði fyrir minkaveiðimenn og kynna fyrir þeim nýjar veiðiaðferðir, sem gætu haft sparnað í för með sér.
 3. Sjá trúnaðarbók.
 4. Bréf sem borist hafa.
 1. Kynnt bréf dags. 02..02.2000 undirritað af Agli Örlygssyni þar sem hann segir af sér störfum í fjallskilastjórn Lýtingsstaðahrepps og framhluta Seyluhrepps, einnig störfum í samráðsnefnd um Blönduvirkjun. Kosningu frestað til næsta fundar.
 2. Kynnt bréf undirritað af Haraldi Þ. Jóhannssyni Enni, dags. 18.01.2000 er varðaði upprekstrarrétt jarðanna Ennis og Lækjar á Kolbeinsdalsafrétt. Mættir voru til fundar Steinþór Tryggvason, Birgir Haraldsson og Sigurður Guðmundsson en þeir mynda fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurdeildar. Umræða fór fram um bréf Haraldar og hugsanlegar breytingar á upprekstrarreglum, en málin þarf að ræða meðal bænda á svæðinu á sameiginlegum fundi. Náist ekki samkomulag um núverandi kerfi, var samþykkt að Bjarni formaður kæmi með tillögu í málinu. Véku þeir félagar nú af fundi.
 3. Kynnt bréf dags. 12.01.2000, undirritað af Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra Skagafjarðar, er varðaði erindi sem borist hafði Byggðarráði Skagafjarðar frá Sigmundi Jónssyni.
 4. Kynnt bréf dags. 04.12.1999, undirritað af Sigmundi Jónssyni, Vestara-Hóli, þar er m.a. rætt um fjallskilagjöld sem honum er gert að greiða. Sigurði falið að senda svarbréf.
 5. Kynnt bréf dags. 17.01.2000, undirritað af Þorvaldi Gestssyni f.h. Hestamannafélagsins Svaða. Þar er verið að óska eftir afnotum af hólfi sem félagið hefur haft við félagssvæði sitt á Hofsgerði við Hofsós. Bjarna formanni falið að kynna sér málið.
 1. Bjarni kynnti kaupsamning er varðaði Skiptabakkaskála milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Bólstaðahlíðarhrepps annars vegar og Skagafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hins vegar. Kaupverð kr. 350.000. Landbúnaðarnefnd samþykkti samninginn.
 2. Önnur mál.
  Kynnt bréf dags. 07.02.2000 undirritað af Sveitarstjóra Húnaþings vestra. Þar er vakin athygli á nauðsyn þess að útrýma fjárkláðamaur á Norðurlandi vestra og í bréfinu kemur fram samþykkt er gerð var á fundi sauðfjárbænda í Víðihlíð 03.02.2000. Samþykkt að senda afrit af bréfinu til félags sauðfjárbænda í Skagafirði.
  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1445.
  Þórarinn Leifsson 
  Bjarni Egilsson
  Smári Borgarsson
  Örn Þórarinsson
  Símon E. Traustason
                         Sigurður Haraldsson