Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

7. fundur 04. júlí 2024 kl. 09:00 - 11:55 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson fjármálastjóri
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valur Valsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Beitarhólf Sauðárkróki þrifabeit

Málsnúmer 2405676Vakta málsnúmer

Lagt fram samningsform um þrifabeitarhólf innan bæjarlandsins.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera skriflega samninga um þau hólf sem þykir þörf á að beita, eftir framlögðum samningsdrögum með áorðnum breytingum, við þá sem haft hafa umrædd þrifabeitarhólf til afnota á Sauðárkróki.

2.Formannsskipti Fjallskilanefndar

Málsnúmer 2407006Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að Gísli Jóhannsson fyrrum bóndi í Bjarnastaðahlíð segi af sér formennsku Fjallskilanefndar Hofsafréttar og er honum þakkað kærlega fyrir áratuga starf. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að við taki Jón Ragnar Gíslason, gangnastjóri Hofsafréttar og bóndi í Bjarnastaðahlíð.

3.Endurbætur aðstöðu Rósaréttar

Málsnúmer 2406065Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. af fjármunum deildar 13210 til endurbóta á Rósarétt og niðurrifs á elsta hluta hennar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að ráða aðila til verksins. Sviðsstjóra einnig falið að leita eftir aðila eða samtökum, sem haft gætu umsjón með réttinni og 10.000 m2 hólfi við hana, svo hún megi nýtast til áningar fyrir ferðafólk með hross.

4.Styrkvegasjóður 2024

Málsnúmer 2402146Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður fékk 3.000.000 kr. úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutun:

Hrollleifsdalsvegur 900.000 kr.
Staðarafrétt - Þúfnavallaleið
200.000 kr.
Deildardalsafrétt - báðir dalir
500.000 kr.
Molduxaskarðsvegur 200.000 kr.
Gilsbakkavegur 700.000 kr.
Hlíðarréttarvegur - Bjarnastaðarhlíð 200.000 kr.
Kálfárdalsvegur 300.000 kr.

5.Óveður í júní 2024

Málsnúmer 2406053Vakta málsnúmer

Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar því að Matvælaráðherra ætli að skipa nýjan og þá smærri vinnuhóp til að meta umfang þess tjóns sem illviðrið hafði sem gekk yfir landið 3. til 8. júní s.l. og gera þá í framhaldinu tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það tjón. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins verður að koma á skipulagðri gagnasöfnun, sem að öllum líkindum verður rafræn, en ekki liggur fyrir hvenær formleg tjónaskráning hefst. Það er því mikilvægt að bændur skrái á meðan vel og nákvæmlega hjá sér allt það tjón sem þeir tengja umræddu óveðri hvort sem það eru afföll skepna eða tjón á ræktarlöndum, túnum eða ökrum. Góð skráning er forsenda þess að bændur fái tjón sitt bætt, að því marki sem hægt verður. Landbúnaðar- og innviðanefnd vonast til að vinna nýja starfshópsins gangi hratt og vel þó ljóst sé að ekki verður hægt að leggja endanlegt mat á tjónið fyrr en að loknum smalamennskum í haust.
Kári Gunnarsson vék af fundi kl. 10:00.

6.Hraðahindrun við Ársali, hundagerði.

Málsnúmer 2301206Vakta málsnúmer

Rætt um öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali eldra stig og mikilvægi þess að það verði tryggt með viðeigandi hætti.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Lagfæring óss Miklavatns í Fljótum

Málsnúmer 2407012Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni veiðifélags Miklavatns og Fljótaár í Fljótum þar sem hann lýsir áhyggjum af rísandi vatnsyfirborði Miklavatns.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að skoða málið með landeigendum.

8.Hundar við Áshildarholtsvatn

Málsnúmer 2407027Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd tók fyrir erindi frá Helgu Rósu Guðjónsdóttur sem lýsir áhyggjum sínum vegna lausagöngu hunda við Áshildarholtsvatn á varptíma. Lausaganga hunda er bönnuð innan þéttbýlismarka en á ábyrgð hundaeiganda í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vill árétta mikilvægi þess að eigendur hunda sýni ábyrgð og tryggi að hundar valdi ekki ónæði eða skaða á dýralífi.

9.Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir fjárhagsramma vegna málaflokks 11 umhverfismál.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Fundi slitið - kl. 11:55.