Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

61. fundur 08. september 2010 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Leikskólarými á Hofsósi

Málsnúmer 1009006Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Hilmarssyni, skólastjóra Grunnskólans austan Vatna, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirsjáanlegs biðlista í leikskólanum á Hofsósi frá og með skólaárinu 2011. Nú eru þar 16 börn og ljóst þykir að ekki er hægt að bæta við fleiri börnum við núverandi húsnæðisaðstæður. Fræðslunefnd samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

2.Útboð á framleiðslu hádegisverðar í Ársölum, eldra stig

Málsnúmer 1008140Vakta málsnúmer

Lögð voru fram 2 tilboð í framleiðslu hádegisverðar í leikskólanum Ársölum. Annars vegar frá Videosport ehf. og hins vegar frá Skagfirskum Mat ehf.Fræðslunefnd samþykkir að ganga til viðræðna við Skagfirskan Mat ehf. á grundvelli tilboðsins. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

3.Ársskýrslur leikskólanna 2009-2010

Málsnúmer 1009044Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram ársskýrslur leikskólanna fyrir árið 2009-2010. Skýrslurnar eru aðgengilegar á heimasíðum viðkomandi skóla.

4.Biðlisti í Árvist

Málsnúmer 1009031Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram minnisblað um biðlista við Árvist. Þar eru nú 76 börn. Á biðlista eru 10 börn. Fræðslunefnd samþykkir að ráða starfsmann í 50% starf til að mæta biðlistanum.Vistunargjöld standa að mestu leyti undir launakostnaði þessa starfsmanns. Málefni Árvistar vísað að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

5.Drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla

Málsnúmer 1008192Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að almennum hluta aðalnámskrár fyrir grunnskóla sem til vinnslu eru í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Frestur til að skila inn athugasemdum er 1. október n.k.

6.Ársskýrslur grunnskólanna 2009-2010

Málsnúmer 1009045Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram ársskýrslur grunnskólanna fyrir árið 2009-2010. Skýrslurnar eru aðgengilegar á heimasíðum viðkomandi skóla.

7.Dagatal tónlistarskóla 2010-2011

Málsnúmer 1009029Vakta málsnúmer

Dagatal tónlistarskóla lagt fram. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið eins og það liggur fyrir.

8.Ársskýrsla tónlistarskólans 2009-2010

Málsnúmer 1009047Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram ársskýrsa tónlistarskólans fyrir árið 2009-2010.

9.Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

Málsnúmer 1009027Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar handbók um stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

10.Málstofa sambandsins um skólamál

Málsnúmer 1009026Vakta málsnúmer

Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldin þann 1. nóvember í Reykjavík. Að þessu sinni ber málstofan heitið ,,Skólabragur" og m.a. fjallað um reglugerð um ábyrgð nemenda.

11.Fræðslufundir á landsvísu um einelti og jákvæðan skólabrag

Málsnúmer 1009050Vakta málsnúmer

Kynnt var erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla um fræðslufundaröð á landsbyggðinni þar sem fjallað verður um einelti. Fundurinn í Skagafirði verður haldinn þann 5. október n.k.

Fundi slitið - kl. 16:00.