Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

171. fundur 21. september 2021 kl. 16:15 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir verkefnastjóri
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir leikskólastjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir grunnskólastjóri
  • Hólmfríður Dröfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Bogdís Una Hermannsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá
Sandra Hilmarsdóttir sat fundinn sem áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Nemendafjöldi 2021-2022

Málsnúmer 2109163Vakta málsnúmer

Lagðar fram tölur um fjölda nemenda í leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Nemendur leikskóla í Skagafirði eru samtals 228 (voru 244) og nemendur í grunnskóla 539 (voru 550). Nemendum tónlistarskóla fjölgar úr 128 í 146. Tekið er fram að þessar tölur kunna að breytast lítillega.

2.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

3.Trúnaðarmál fræðslunefndar 2021-2022

Málsnúmer 2108206Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir, sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:15.