Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

160. fundur 16. október 2020 kl. 16:15 - 17:15 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Axel Kárason aðalm.
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir verkefnastjóri
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Ágúst Ingi Ágústsson áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Dagný Huld Gunnarsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 04 2021

Málsnúmer 2010097Vakta málsnúmer

Lagður var fram rammi fyrir fjárhagsáætlun árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áhframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunarinnar, með og án gjaldskrárhækkanna.

2.Skólaakstur - útboð skólaárið 2020 - 2021

Málsnúmer 2010106Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslunefndar 16.09. 2020 fól nefndin sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð á skólaakstri grunnskólabarna á Sauðárkróki til eins árs. Hið nýja útboð skilaði tveimur tilboðum.
Lægstbjóðandi tilgreindi í gögnum, sem fylgdu tilboði hans, að hann hyggðist nota rútur (58 og 60 manna) sem ekki gátu tekið alla þá nemendur (65) sem ráðgert er skv. útboðsgögnum að noti þjónustuna. Kannað var hvort unnt væri að bæta úr þessu en lægstbjóðandi treysti sér ekki til þess á þeim stutta tíma sem til reiðu væri.
Hæstbjóðandi bauð umtalsvert hærra í aksturinn en kostnaðaráætlun Sveitarfélagisns Skagafjarðar segir til um en í útboðslýsingu segir m.a. í grein 1.2.11: „Kaupandi mun hafna öllum tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun en áskilur sér þó rétt til að taka tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun að því gefnu að honum takist að útvega fjármagn sem upp á vantar.“
Fræðslunefnd samþykkir að hafna tilboði lægstbjóðanda á grundvelli þess að kröfur útboðslýsingar eru ekki uppfylltar í hans tilboði. Fræðslunefnd samþykkir einnig að hafna tilboði hæstbjóðanda á grunni þess að tilboð hans er verulega umfram kostnaðaráætlun.
Fræðslunefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að leita samninga við hæstbjóðanda á grundvelli umræddrar kostnaðaráætlunar.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, leggur fram eftirfarandi bókun: ,,VG og óháð standa ekki að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði honum tengdum vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastanefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
Harmaður er sá farvegur sem málið er komið í. Ljóst var að Kærunefnd útboðsmála myndi stöðva samningsferlið vegna fyrra útboðsins á grundvelli kæru sem ljóst var að yrði fram borin vegna þess hvernig staðið var að útboðinu. Ekki sér fyrir endann á málarekstri og til hvers það muni leiða."



Fundi slitið - kl. 17:15.