Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

147. fundur 17. september 2019 kl. 10:45 - 14:40 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Hafdís Guðlaug Skúladóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Vildís Björk Bjarkadóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Hanna Dóra Björnsdóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Útboð skólaakstur innanbæjar

Málsnúmer 1905177Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 22. ágúst s.l. var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að koma með nýja tillögu að fyrirkomulagi skólaaksturs á Sauðárkróki. Tillagan er svohljóðandi:
Skólaakstur á Sauðárkróki verði boðinn út frá 1. október n.k. til 15. júní ársins 2020. Útboðið feli í sér hefðbundinn skólaakstur á milli heimilis og skóla á tímabilinu 15. október til 15. apríl (sveigjanlegt eftir tíðafari) og auk þess allt að 4500-5000 kílómetra aukalega til ýmissa ferða, s.s. nemendaferða, skíðaferða o.fl. Samtals er um að ræða um 7500 kílómetra á tímabilinu.
Nánari skilgreining á aukaakstri fylgi með í útboðsgögnum. Ákvarðanir um aukaaksturinn er í höndum skólastjóra og hefur hann heimildir til að víkja frá skilgreiningum í fylgiskjali í samráði við verktaka.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga endanlega frá útboðsgögnum og auglýsa sem first.

2.Skólar í Skagafirði - samráðsvettvangur allra skóla í Skagafirði

Málsnúmer 1909150Vakta málsnúmer

Á undanförnum árum hafa fræðsluyfirvöld í Sveitarfélaginu Skagafirði lagt mikla áherslu á að auka og efla samstarf á milli skóla og skólagerða og leitast við að skapa samfellu í námi barna í skólum sveitarfélagsins. Vilji er til að auka samstarfið við aðra skóla í héraðinu, FNV, Háskólann á Hólum og Farskólann ? miðstöð símenntunar. Í því skyni er lagt til að myndaður verði sérstakur formlegur samráðsvettvangur allra skólanna í Skagafirði undir heitinu ,,Skólar í Skagafirði“ . Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn skólanna og fræðsluyfirvöld eftir atvikum hittist einu sinni til tvisvar á ári til samtals og samráðs um sameiginlega sýn og möguleika til að styrkja enn frekar öflugt skólastaf í héraðinu.

3.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð jafnréttisáætlunarinnar. Nefndin fjallaði um áætlunina og komu nefndarmenn með fjölmargar athugasemdir sem gætu gagnast við endanlega gerð áætlunarinnar. Athugasemdum nefndarmanna verður safnað saman og sendar mannauðsstjóra og félags- og tómstundanefnd.

4.Hjólabrettagarður fyrirspurn um stöðu mála

Málsnúmer 1906220Vakta málsnúmer

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir afstöðu fræðslunefndar vegna útfærslu og staðsetningar hjólabrettagarðs. Meðfylgjandi í gögnum er minnisblað með mynd af útfærslu og kostnaðaráætlun. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu en leggur til að verði ákveðið að ráðast í slíka framkvæmd þá verði um hugað að útfærslu sem fleiri gætu nýtt, t.d. reiðhjól.

5.Námsgagnasjóður úthlutun

Málsnúmer 1909136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun úr Námsgagnasjóði árið 2019.
Áheyrnarfulltrúar Akrahrepps og grunnskóla sátu fundinn undir liðum 1-5.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1909111Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir. Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 14:40.