Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Erindi frá foreldraráði leikskólans Ársala
Málsnúmer 1903099Vakta málsnúmer
2.Biðlistar leikskóla mars 2019
Málsnúmer 1903178Vakta málsnúmer
Rætt var um biðlista í leikskólum. Upplýst var að engir biðlistar væru við Birkilund og Tröllaborg og að hægt verði að anna öllum umsóknum haustið 2019. Í Ársölum er biðlistinn nú 41 barn en áætlað að hægt verði að taka inn 38 börn haustið 2019. Miðað við það er fyrirséð að hægt verður að taka inn öll börn sem orðin verða eins árs að sumarleyfi loknu. Þetta er þó sett fram með fyrirvara þar sem ekki er búið að skrá öll börn á Sauðárkróki, sem fædd eru á árinu 2018, á biðlista og því má búast við að biðlistinn lengist er líður fram á árið.
3.Starfsáætlanir leikskóla
Málsnúmer 1903047Vakta málsnúmer
Starfsáætlanir leikskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lagðar fram til kynningar.
4.Kortlagning á umfangi talmeinaþjónustu sem sveitarfélög veita
Málsnúmer 1903046Vakta málsnúmer
Kynnt var vinna sem nú stendur yfir hjá Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun á talmeinaþjónustu. Í þeim hugmyndum er reifuð sú hugmynd að talmeinaþjónusta færist alfarið til sveitarfélaganna. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem nú stendur yfir og fylgist áfram með framvindu málsins.
Herdís Á. Sæmundardóttir sat fundinn undir liðum 1-4
5.Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barana
Málsnúmer 1902199Vakta málsnúmer
Kynnt var erindi félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna. Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur ráðherra skipað þverpólitíska þingmannanefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki víðs vegar að og samhliða starfa opnir hliðarhópar um tiltekin málefni. Í erindinu er bent á að áhugasamir geta komið með ábendingar er varða málefnið sem og óskir um að taka þátt í hliðarhópum og opnum fundum. Fræðslunefnd fagnar þessari áherslu ráðherra á málefni barna og væntir góðs af þeirri vinnu sem hrundið hefur verið af stað af hans hálfu.
Guðbjörg Óskarsdóttir, Anna Á. Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1-5
6.Þátttaka í fyrirlögnum
Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer
Haustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu með sér Þjóðarsáttmála um læsi. Markmið sáttmálans er að tryggja, að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Stjórnvöld fólu Menntamálastofnun umsjón með verkefninu og stofnunin hyggst á næstu tveimur árum halda áfram að þróa próf og skimanir. Mælitækin hafa yfirheitið Lesferill og tengjast öll læsi s.s. lesskilningi, réttritun og orðaforða. Við þróun þessara mælitækja hefur verið leitað til 39 grunnskóla og er Varmahlíðarskóli einn þeirra sem mun taka þátt í þróun þessara skimunarprófa.
Hanna Dóra Björnsdóttir og Katharina Sommermeier sátu fundinn undir liðum 5 og 6
Fundi slitið - kl. 17:15.
Í öðru lagi er óskað eftir því að lóð á eldra stigi leikskólans verði skipt líkt og gert hefur verið á yngra stigi. Á fjárhagsáætlun þessa árs er ekki gert ráð fyrir þessari framkvæmd, en fræðslunefnd leggur til að það verði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Í þriðja lagi óskar foreldraráð eftir því að komið verði upp skjólbelti sunnan og vestan við leikskólalóðina og að jafnframt verði komið upp drullubúi. Leggur foreldraráð til að haldinn verði fjölskyldudagur þar sem foreldrar kæmu að gróðursetningu og fleiru. Fræðslunefnd fagnar þessu frumkvæði og felur sviðsstjóra að ræða málið í stjórnsýslunni og athuga hvort hægt sé að bregðast við þessu strax í vor/sumar.
Að lokum leggur foreldraráð til að kannaður verði möguleikinn á hvatapeningum til barna á leikskólaaldri, hvort sem það er með sama hætti og börn 6-18 ára fá, eða með öðrum hætti. Fræðslunefnd samþykkir að vísa þessari ósk foreldraráðs til félags- og tómstundanefndar sem fer með reglur um hvatapeninga. Nefndin þakkar foreldraráði fyrir erindið og væntir áfram góðs samstarfs við ráðið.