Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

138. fundur 21. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Bjarni Jónsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Anna Árnína Stefánsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Jóhanna Sigurðardóttir áheyrnarftr. leikskóla
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Skóladagatöl leikskóla 2018 - 2019

Málsnúmer 1805102Vakta málsnúmer

Skv. ákvörðun sem tekin var á fundi nefndarinnar þann 29. október s.l. verða starfsmannafundir leikskólanna haldnir utan opnunartíma. Skóladagatölin hafa verið uppfærð með tilliti til þessa og liggja fyrir fundinum.

2.Hagstofuskýrslur leikskólanna 2018

Málsnúmer 1812204Vakta málsnúmer

Desemberskýrsla leikskólanna 2018 sem sendar eru til Hagstofu Íslands lagðar fram til kynningar.

3.Hádegisverður. Ársalir

Málsnúmer 1812191Vakta málsnúmer

Samningur um kaup á hádegisverði við STÁ ehf. rennur út í lok maí á þessu ári. Taka þarf afstöðu til hvaða háttur verður hafður á við framreiðslu hádegisverðar. Málinu frestað á meðan verið er að skoða alla anga.

Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna eldhús Ársala þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat og launakostnaður þess starfsfólks sem fastráðið er í fullbúnu eldhúsi Ársala, ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef matur er eldaður frá grunni í eldhúsi Ársala, matráð og starfsfólki í eldhúsi á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund í nefndinni, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.



4.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Þann 18. september s.l. barst formanni fræðslunefndar og fræðslustjóra ábending um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð frá foreldri. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir. Í kjölfar ábendingarinnar átti formaður fræðslunefndar samtal við málsaðila sem og formann foreldrafélags Leikskólans Birkilundar og benti þeim á að senda formlegt erindi til fræðslunefndar. Það erindi barst svo frá stjórn foreldrafélagsins 10. janúar sl. til formanns fræðslunefndar og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Undir málinu liggur minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Nefndin tekur vel í erindið og mun skoða það áfram, bæði með tilliti til húsnæðis og starfsmannahalds. Á næstunni verður gerð könnun meðal foreldra og jafnframt verður málið tekið inn á fund Samstarfsnefndar með Akrahreppi, sem er eignaraðili skólans ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftirfarandi bókað:
Gaman hefði verið að vita af því að þessi vinna væri í gangi og fagna ég henni. Ég tel hinsvegar skilvirkari vinnubrögð innan nefndarinnar að fjallað sé um tiltekin mál áður en vinna er hafin innan sviðsins.
Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra óskar eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í liðinni viku tillögu Byggðalista um að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli. Málið hefur aldrei verið rætt í nefndinni eða fulltrúum minnihlutans kynnt slík vinna fyrr en nú. Æskilegt hefði verið að málið hefði komið fyrr fyrir nefndina til umfjöllunar áður en vinna var sett af stað og er þar tekið undir bókun fulltrúa byggðalista. Málið er hinsvegar gott og mikilvægt að sveitarstjórn hafi lýst stuðningi við úttekt á þörf fyrir frístundaheimili við Varmahlíðarskóla.
Erindi samþykkt og frekari gögn verða lögð fyrir næsta fund.
Hanna Dóra Björnsdóttir sat fundinn undir lið 4-8.

5.Frístundaheimili við Varmahlíðarskóla - tillaga Byggðalista

Málsnúmer 1901161Vakta málsnúmer

Á sveitarstjórnarfundi þann 16. janúar s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Byggðalistanum:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Laufey Skúladóttir, formaður fræðslunefndar, óskar að eftirfarandi sé bókað: Með vísan til þess að málið var þegar komið á dagskrá fundar fræðslunefndar sbr. 4. lið hér að framan óska fulltrúar meirihlutans bókað að tillaga Byggðalistans var samþykkt á umræddum sveitarstjórnarfundi með fjórum atkvæðum minnihlutans. Meirihluti sveitarstjórnar sat hjá við afgreiðsluna.
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar eftirfarandi bókað: Vinna er hafin að framgangi þessa máls og fagna ég henni.
Anna Árnína Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu undir lið 1-5.

6.Ytra mat á GaV

Málsnúmer 1810139Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat Grunnskólans austan Vatna sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008. Jafnframt er lögð fram umbótaáætlun sem skólinn og fræðsluþjónustan hafa unnið í kjölfar úttektarinnar. Nefndin fagnar úttektinni og þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu Menntamálastofnunar. Niðurstaðan er hvatning til enn frekari árangurs og metnaðar í starfi. Starfsmenn skólans eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf.

7.Skólamáltíðir í Árskóla umsókn um hækkun

Málsnúmer 1812109Vakta málsnúmer

Grettistak Veitingar ehf. óskar eftir hækkun á skólamáltíðum í Árskóla úr 600 krónum í 700 krónur fyrir hverja máltíð og vísar til hækkunar á hráefni og launum s.l. 3 ár en skólmáltíðir hafa ekki verið hækkaðar síðan 1. janúar 2016.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem samningur við fyrirtækið rennur út nú í maílok. Samþykkt.

8.Hádegisverður. Árskóli

Málsnúmer 1812190Vakta málsnúmer

Samningur um kaup á hádegisverði við Grettistak Veitingar ehf. rennur út í lok maí á þessu ári. Taka þarf afstöðu til hvaða háttur verður hafður á við framreiðslu hádegisverðar. Málinu frestað á meðan verið er að skoða alla anga.

Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna framreiðslueldhúss Árskóla þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat, launakostnað þess starfsfólks sem fastráðið er í framreiðslueldhúsið ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef framreiðslueldhúsi Árskóla er breytt í fullbúið eldhús með matráði á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.


Fundi slitið - kl. 18:35.