Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

131. fundur 08. maí 2018 kl. 15:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir skólafulltrúi
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Ólafur Atli Sindrason áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Kristín Sigurrós Einarsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Fundargerð ritaði: Bertína Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Skólaakstur útboð 2018

Málsnúmer 1801176Vakta málsnúmer

Kynnt voru útboðsgögn ásamt endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar 2018-2023. Gögnin verða tilbúin til afhendingar föstudaginn 11. maí næstkomandi í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki og skal tilboðum skilað á sama stað eigi síðar en kl. 13:30 þriðjudaginn 29. maí 2018 og verða þau opnuð þar í samræmi við kafla 2.5 í ÍST30. Sjá nánar í útboðsgögnum. Fræðslunefnd samþykkir útboðsgögnin.

Fundi slitið - kl. 15:45.