Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sumarlokanir leikskóla 2018
Málsnúmer 1711133Vakta málsnúmer
2.Gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar 2018
Málsnúmer 1711196Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
3.Beiðni um hjólabrettagarð
Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga.
4.Beiðni um fund vegna húsnæðismála leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar
Málsnúmer 1711163Vakta málsnúmer
Beiðni um fund vegna húsnæðismála leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar.
Nefndin leggur til að boðað verði til sameiginlegs fundar fræðslunefndar og samstarfsnefndar með fulltrúum foreldrafélaga Birkilundar og Varmahlíðarskóla.
Nefndin leggur til að boðað verði til sameiginlegs fundar fræðslunefndar og samstarfsnefndar með fulltrúum foreldrafélaga Birkilundar og Varmahlíðarskóla.
5.Gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar 2018
Málsnúmer 1711197Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
6.Fjárhagsáætlun 04 2018
Málsnúmer 1711020Vakta málsnúmer
Rammi fyrir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir 2018 lagður fram og ræddur.
Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að skólahaldi á Sólgörðum verði hætt frá og með næsta skólaári vegna fækkunar nemenda.
Nefndin felur starfsmönnum fræðsluþjónustu að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
Málinu vísað til byggðarráðs og seinni umræðu.
Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að skólahaldi á Sólgörðum verði hætt frá og með næsta skólaári vegna fækkunar nemenda.
Nefndin felur starfsmönnum fræðsluþjónustu að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
Málinu vísað til byggðarráðs og seinni umræðu.
Fundi slitið - kl. 14:15.
Birkilundur 9. júlí - 10. ágúst
Tröllaborg 2. júlí - 3. ágúst
Ársalir 16. júlí - 3. ágúst. Áður hafði verið samþykkt að Ársalir yrðu lokaðir vikuna 4.- 8. júní vegna námsferðar starfsfólks.Þrír af fimm dögum námsferðarinnar eru starfsdagar.
Nefndin samþykkir tillöguna. Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Skagafjarðarlista óskar eftir að sitja hjá við afgreiðsluna.