Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

123. fundur 06. september 2017 kl. 13:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sigríður H. Sveinsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Á döfinni skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 1709021Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir mál og verkefni sem eru á döfinni í skólum Skagafjarðar skólaárið 2017-2018.

2.Skólaakstur - lok samninga 2018

Málsnúmer 1709022Vakta málsnúmer

Upplýst var að samningar um skólaakstur renna út 31. maí 2018. Málinu frestað.

3.Staða dagvistarmála í Skagafirði

Málsnúmer 1709018Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um stöðu dagvistarmála í Skagafirði. Nokkur biðlisti er á Sauðárkróki, foreldragreiðslur sem samþykktar voru í mars 2017, hafa mælst afar vel fyrir.

4.Tröllaborg Hofsósi. Staða framkvæmda við nýbyggingu

Málsnúmer 1709029Vakta málsnúmer

Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er.

5.Skólasamningur og myndbirtingar í leikskólum Skagajfarðar

Málsnúmer 1709062Vakta málsnúmer

Skólasamningur og eyðublað um myndbirtingar af börnum í leikskólum Skagafjarðar lagt fram til kynningar.

6.Nemendafjöldi 2017-2018

Málsnúmer 1709019Vakta málsnúmer

Tölur um nemendafjölda skólaárið 2017-2018 lagðar fram. Börn í leikskólum eru 236 og nemendur í grunnskólum eru 512.

7.Markmið og viðmið fyrir frístundaheimili - drög

Málsnúmer 1708040Vakta málsnúmer

Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að, lögð fram til kynningar.

8.Námsgögn fyrir grunnskólanemendur í Skagafirði

Málsnúmer 1708112Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar ákvörðun byggðarráðs frá 24. ágúst 2017, um að veita grunnskólanemendum ókeypis námsgögn. Nefndinni þykir ljóst að þetta komi heimilum mjög vel.

Fundi slitið - kl. 15:00.