Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

66. fundur 30. mars 2011 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Jenný Inga Eiðsdóttir varaform.
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Jón Ingi Halldórsson áheyrnarftr.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Konráð Gíslason áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Kolbrún María Sæmundsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Starfshættir í grunnskólum - samanburður á niðurstöðum Árskóla við heildarniðurstöður

Málsnúmer 1103079Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á hluta af niðurstöðum úr viðamikilli starfsháttakönnun sem menntavísindasvið Háskóla Íslands framkvæmdi. Árskóli var einn af þeim skólum sem tók þátt í könnuninni. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðunum sem sýna glögglega að gott skólastarf er unnið er í skólanum.

2.ADHD - Styrkir til verkefna

Málsnúmer 1103041Vakta málsnúmer

Tilkynnt að velferðarráðuneytið hafi ákveðið að veita áframhaldandi styrk til Fléttunnar, verkefni sem ætlað er að koma til móts við þarfir langveikra barna og barna með ADHD, um kr. 3 milljónir.

3.Aðgerðir í skólamálum

Málsnúmer 1103121Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna þar sem varað er við að hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga komi niður á börnum.

4.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1103155Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um laust starf skólastjóra Varmahlíðarskóla. Auglýsingin mun birtast í dagblöðum um næstu helgi. Auglýsingin var samþykkt á fundi Samstarfsnefndar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.