Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

111. fundur 25. apríl 2016 kl. 15:00 - 16:20 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Kolbrún Jónsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Ársalir yngra stig - raki í húsnæði

Málsnúmer 1603086Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður úttektar vegna rakamyndunar og gruns um sveppamyndun í leikskólanum Ársölum, yngra stigi.

2.Skólanámskrár leikskólanna

Málsnúmer 1509086Vakta málsnúmer

Skólanámskrár fyrir leikskólana Tröllaborg og Birkilund lagðar fram. Ársalir hafa ekki lokið vinnu við sína skólanámskrá. Fræðslunefnd samþykkir skólanámskrárnar.

3.Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna 2014-2015

Málsnúmer 1506201Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur fyrir leikskólana Tröllaborg og Birkilund fyrir skólaárið 2014-2015 lagðar fram til kynningar. Ársalir hafa ekki lokið vinnu við sína sjálfsmatsskýrslu.

4.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna 2014-2015

Málsnúmer 1506198Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur fyrir Árskóla og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2014-2015 lagðar fram til kynningar. Skýrslan hefur ekki borist frá Grunnskólanum austan Vatna.

5.Starfsáætlanir grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 1511073Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir grunnskólanna fyrir skólaárið 2015-2016 lagðar fram. Fræðslunefnd samþykkir áætlanirnar.

6.Sjálfsmatsskýrsla tónlistarskólans 2014-2015

Málsnúmer 1506202Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrsla Tónlistarskóla Skagafjarðar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.