Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

110. fundur 16. mars 2016 kl. 10:30 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Sumarlokanir leikskóla 2016

Málsnúmer 1601373Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lokunum leikskóla sumarið 2016 sem hér segir:
Ársalir - 25. júlí til 5. ágúst
Birkilundur - 4. júlí til 5 ágúst
Tröllaborg - 4. júlí til 5. ágúst
Nefndin samþykkir tillöguna.

2.Úttekt á Ársölum

Málsnúmer 1601346Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um ytri úttekt Menntamálaráðuneytisins. Í skýrslunni eru ýmsar ábendingar um umbætur sem skólinn þarf að ráðast í og skila áætlun þar um þann 20. maí. Lagt er til að leikskólanum Ársölum verði heimilað að vinna umbótaáætlun á sérstökum starfsdegi.
Nefndin samþykkir tillöguna.

3.Tónlistarnám í Árskóla

Málsnúmer 1602308Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um tónlistarnám í grunnskólum Skagafjarðar. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að vinna greinargerð um möguleika á því að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna.
Nefndin samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 11:15.