Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Steinunn, Ragnheiður og Broddi sátu fundinn undir liðum 1-7 og Óskar og Jóhanna sátu fundinn undir liðum er vörðuðu grunnskólann.
1.Ósk um lengri opnunartíma - Birkilundur
Málsnúmer 1411197Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að því að hafa opnunartíma leikskólans Birkilundar til 16:15 á daginn í stað 16:00 eins og nú er. Tillagan er lögð fram í samræmi við óskir foreldra þar um. Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka að ráði vegna þessa. Nefndin samþykkir tillöguna.
2.Upplýsingar um stöðu leikskólamála í Varmahlíð og húsnæði Varmahlíðarskóla.
Málsnúmer 1501381Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggum af húsnæðismálum Birkilundar og hvetur samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps til að hraða ákvörðun í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð.
Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði.
Greinargerð: Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur margsinnis lofað endurbótum á húsnæðismálum leikskólans Birkilundar. Húsnæði grunnskólans þarfnast sömuleiðis endurbóta og lagfæringar. Umtalsverðir fjármunir voru ætlaðir til endurbótanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 en fjármunirnir voru fluttir í verkefni á Sauðárkróki. Samstarfsnefnd hefur leitt þessa vinnu án lausnar hingað til, mikilvægt er að málefni skólanna séu rædd í nefndum og ráðum sveitarfélgsins og stefnan mörkuð af Sveitarfélaginu Skagafirði.
Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna.
Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði.
Greinargerð: Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur margsinnis lofað endurbótum á húsnæðismálum leikskólans Birkilundar. Húsnæði grunnskólans þarfnast sömuleiðis endurbóta og lagfæringar. Umtalsverðir fjármunir voru ætlaðir til endurbótanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 en fjármunirnir voru fluttir í verkefni á Sauðárkróki. Samstarfsnefnd hefur leitt þessa vinnu án lausnar hingað til, mikilvægt er að málefni skólanna séu rædd í nefndum og ráðum sveitarfélgsins og stefnan mörkuð af Sveitarfélaginu Skagafirði.
Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna.
3.Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.
Málsnúmer 1412067Vakta málsnúmer
Rætt um stöðu menntunar starfsmanna leikskólanna. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru rúmlega helmingur starfsmanna leikskólanna með leikskólakennaramenntun en auk þess eru nokkrir starfsmenn menntaðir sem leikskólaliðar og enn aðrir með aðra háskólamenntun en leikskólakennaramenntun.
4.Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015
Málsnúmer 1411258Vakta málsnúmer
Starfsáætlanir leikskólanna fyrir skólaárið 2014-2015 lagðar fram til kynningar.
5.Ytra mat á leikskólum
Málsnúmer 1412044Vakta málsnúmer
Tilkynnt var að leikskólinn Ársalir verði með í úttekt sem Námsmatsstofnun framkvæmir skólaárið 2015-2016.
6.Samningur um sálfræðiþjónustu 2015
Málsnúmer 1501271Vakta málsnúmer
Fyrirkomulag sálfræðiþjónustu í Skagafirði kynnt.
7.Skólanámskrá grunnskóla 2014-2015
Málsnúmer 1412155Vakta málsnúmer
Skólanámskrá Árskóla lögð fram og samþykkt. Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli eru að vinna sínar skólanámskrár.
8.Starfsáætlanir grunnskóla 2014-2015
Málsnúmer 1412154Vakta málsnúmer
Starfsáæltun Árskóla fyrir árið 2014-2015 lögð fram og samþykkt. Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli eru að vinna sínar starfsáætlanir.
9.Starfstími Árvistar
Málsnúmer 1412156Vakta málsnúmer
Nefndin leggur til að opnunartími Árvistar verði óbreyttur frá því sem nú er, þ.e. hún verði opin á starfstíma skólans, á starfsdögum og í vetrarfríum eins og verið hefur.
Fundi slitið - kl. 16:50.