Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir öllum liðum.
1.Gjaldskrá fyrir leikskóladvöl
Málsnúmer 1411121Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir dvöl í leikskóla hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015. Vísað til byggðarráðs.
2.Gjaldskrá fyrir fæði í leik- og grunnskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1411122Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir fæði í leik- og grunnskóla hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015. Vísað til byggðarráðs.
3.Gjaldskrá fyrir heilsdagsskóla
Málsnúmer 1411123Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir dvöl í heilsdagsskóla hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015. Vísað til byggðarráðs.
4.Gjaldskrá fyrir tónlistarskóla
Málsnúmer 1411124Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá fyrir nám í Tónlistarskóla Skagafjarðar hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015. Vísað til byggðarráðs.
5.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2015
Málsnúmer 1411065Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 14:40.