Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

98. fundur 13. október 2014 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Broddi Reyr Hansen áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Ársskýrslur leikskólanna 2013-2014

Málsnúmer 1409245Vakta málsnúmer

Ársskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar.Steinunn Arnljótsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Broddi Reyr Hansen, áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna, sátu fundinn undir þessum lið.
Framvegis verða gerðar starfsáætlanir að hausti í stað ársskýrslna að vori.

2.Jafnréttisáætlun leikskóla

Málsnúmer 1404176Vakta málsnúmer

Drög að jafnréttisáætlun leikskólanna í Skagafirði lögð fram. Áætlunin er byggð á ákvæðum laga og samþykktri áætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Steinunn Arnljótsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Broddi Reyr Hansen, áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna, sátu fundinn undir þessum lið.
Nefndin fagnar gerð jafnréttisáætlunar fyrir leikskóla Skagafjarðar og felur sviðsstjóra og leikskólastjórum að fullgera áætlunina og leggja fyrir næsta fund.

3.Reglur um stuðning við nemendur sem óska eftir að stunda nám í öðrum sveitarfélögum

Málsnúmer 1410071Vakta málsnúmer

Sveinn Sigurbjörnsson, tónlistarskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra að gera drög að reglum um stuðning við nemendur utan lögheimilis í samræmi við 7. grein reglugerðar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

4.Samningur um Vinaliðaverkefni

Málsnúmer 1410078Vakta málsnúmer

Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslunefnd samþykkir drög að samningi við norska eigendur Vinaliðaverkefnisins og vísar þeim til byggðarráðs.

5.Starfsskýrsla Farskóla Nl. vestra

Málsnúmer 1410060Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla Farskóla Nlv fyrir árið 2013 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.