Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

97. fundur 10. september 2014 kl. 15:00 - 16:03 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson grunnskólastjóri
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Skólavogin

Málsnúmer 1407068Vakta málsnúmer

Gerð er tillaga um að sveitarfélagið gerist áskrifandi að Skólavoginni/Skólapúlsinum líkt og flest önnur sveitarfélög. Skólavogin gefur m.a. upplýsingar um rekstur og ýmsar breytur í skólastarfi og Skólapúlsinn gerir samræmdar kannanir um innra starf skóla.Kostnaður áskriftar er tæp 1 milljón króna á ári og er lagt til að sá kostnaður færist á fræðsluþjónustu, 04090. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

2.Rekstur 04 fyrstu 7 mánuði ársins.

Málsnúmer 1409010Vakta málsnúmer

Farið var yfir rekstur fyrstu 7 mánuði ársins. Nefndin brýnir fyrir forstöðumönnum stofnana að fylgjast vel með rekstri og gæta aðhalds.

3.Hvítbók menntamálaráðuneytisins

Málsnúmer 1409027Vakta málsnúmer

Hvítbók menntamálaráðuneytisins lögð fram til kynningar og hún rædd. Samþykkt að taka hana til frekari umræðu á næstu vikum.

4.Nemendafjöldi leik-, grunn- og tónlistarskóla 2014-2015

Málsnúmer 1409026Vakta málsnúmer

Lagðar fram tölur um nemendafjölda í leik- grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2014-2015.

5.Tónlistarforskól

Málsnúmer 1405259Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá skólastjóra Tónlistarskóla um stöðu tónlistarsforskóla.

Fundi slitið - kl. 16:03.