Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Lára Gunndís Magnúsdóttir, fulltrúi kennara í grunnskólum, sat einnig fundinn.
1.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014
Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Fræðslunefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.
2.Sumarlokanir leikskóla 2014
Málsnúmer 1310195Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnun meðal foreldra um sumarlokanir leikskóla í Skagafirði. Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
3.Vinadagurinn 2013
Málsnúmer 1311041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um Vinadaginn 2013, sem haldinn var 23. október s.l.
4.Skólarútan á Sauðárkróki 2013-2014
Málsnúmer 1309233Vakta málsnúmer
Kynnt voru drög að samningi við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur innan bæjarmarka Sauðárkróks. Fræðslunefnd samþykkir samninginn.
Í lok fundar tilkynnti Úlfar Sveinsson að hann myndi láta af störfum sem fulltrúi í fræðslunefnd frá og með næstu áramótum og þakkaði samstarfsmönnum sínum samstarfið. Formaður, Bjarki Tryggvason, þakkaði Úlfari hans störf og óskaði honum allra heilla. Aðrir fundarmenn tóku undir óskir formanns.
Fundi slitið - kl. 16:10.