Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Ásta B. Pálmadóttir sat fundinn undir lið 4-12
1.Skipulagsdagur í leikskólum
Málsnúmer 1305311Vakta málsnúmer
Lögð fram ósk leikskólastjóra í leikskólum í Skagafirði um auka starfsdag á næsta og þarnæsta skólaári vegna innleiðingar aðalnámskrár leikskóla.Fræðslunefnd samþykkir erindið.
2.Skóladagatöl leikskóla 2013-2014
Málsnúmer 1305088Vakta málsnúmer
Skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2013-2014 lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.
3.Birkilundur - biðlisti
Málsnúmer 1306041Vakta málsnúmer
Kynntur var biðlisti eftir leikskóladvöl í Birkilundi. Fræðslustjóra falið að vinna að lausn málsins.
4.Skóladagatöl grunnskóla 2013-2014
Málsnúmer 1306012Vakta málsnúmer
Skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2013-2014 lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.
5.Kennslumagn grunnskóla 2013-2014
Málsnúmer 1306046Vakta málsnúmer
Áætlun um kennslumagn grunnskólanna lögð fram til kynningar.
6.Ráðning í stöðu skólastjóra Grunnskólans austan Vatna
Málsnúmer 1304077Vakta málsnúmer
Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Grunnskólans austan Vatna. Fræðslunefnd samþykkir að ráða Jóhann Bjarnason í stöðuna. Jafnframt samþykkir fræðslunefnd að auglýsa eftir aðstoðarskólastjóra við skólann.
7.Tölvur og íslenskt mál - Árskóli
Málsnúmer 1302040Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar svarbréf grunnskólanna í Skagafirði vegna íslenskunar á tölvuumhverfi í grunnskólum.
8.Erind frá Tónlistarskólanum á Akureyri
Málsnúmer 1306029Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri um að sveitarfélagið greiði hlut sveitarfélags vegna tónlistarnáms nemanda sem fæddur er 1997. Fræðslunefnd samþykkir erindið og felur fræðslustjóra að sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sbr. 7.grein reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
9.Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri
Málsnúmer 1306030Vakta málsnúmer
Lagt fram erinid frá Tónlistarskólanum á Akureyri um að sveitarfélagið greiði hlut sveitarfélags vegna tónlistarnáms nemanda sem fæddur er 1992. Fræðslunefnd hafnar erindinu.
10.Skipulag Tónlistarskóla Skagafjarðar 2013-2014
Málsnúmer 1306049Vakta málsnúmer
Skólastjóri Tónlistarskólans kynnti áform um skipulag skólans næsta skólaár. Fræðslunefnd samþykkir að bjóða upp á hálft nám fyrir nemendur 1.-3. bekkjar grunnskóla og yngri, skólaárið 2013-2014. Eldri nemendum stendur einungis heilt nám til boða. Nefndin felur skólastjóra og fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.
11.Framlög til eflingar tónlistarnámi
Málsnúmer 1206158Vakta málsnúmer
Skólastjóri Tónlistarskólans kynnti umsókn um framlög til Jöfnunarsjóðs sbr. 1.grein reglna um framlög til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
12.Skólaakstur - útboð
Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer
Reglur fyrir skólaakstur í Sveitarfélaginu Skagafirði lagðar fram og samþykktar.
Fundi slitið - kl. 14:50.