Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

27. fundur 24. september 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 27 - 24.09. 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 24. september kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólans, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, undir lið 1 til 4. Skólastjórnendur Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson, Anna K. Jónsdóttir og Stefán R. Gíslason sátu fundinn undir lið 5.  Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
Leikskólamál:
1.      Nýbygging leikskóla á Sauðárkróki
2.      Sumarlokanir leikskóla 2008
3.      Leikskólagjöld
4.      Önnur mál
 
Tónlistarskólamál:
5.      Málefni Tónlistarskóla
 
Önnur skólamál:
6.      Erindi frá Skólamálanefnd Sambands ísl. Sveitarfélaga
7.      Frá Byggðaráði – reglugerð um lögreglusamþykkt
 
Afgreiðslur:
  1. Lagðar fram til kynningar hönnunarteikningar að nýjum leikskóla á Sauðárkróki.
 
  1. Lögð fram tillaga frá leikskólastjórum um óbreytt fyrirkomulag sumarlokunar leikskólanna næsta sumar. Leikskólarnir á Sauðárkróki yrðu þá lokaðir í 2 vikur og lagt til að það verði frá 14. júlí til 25. júlí. Fræðslustjóri lagði fram upplýsingar um hvernig sumarlokunum leikskólanna er háttað í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
 
  1. Fræðslustjóri lagði fram upplýsingar um kostnað vegna systkinaafsláttar í leikskólum. Samantektin náði bæði yfir afslátt innan leikskólanna og á milli leikskóla, Árvistar og dagmæðra.
 
  1. Fræðslustjóri upplýsti hvernig skipulag áheyrnarfulltrúa leikskólans yrði næsta skólaár, en leikskólastjóri verður frá Furukoti, starfsmannafulltrúi frá Glaðheimum og foreldrafulltrúi frá Tröllaborg.
 
  1. Skólastjórnendur Tónlistarskólans fóru yfir skipulag skólastarfsins í vetur og hvaða áhrif nýsamþykktar breytingar á uppbyggingu Tónlistarskólans hafa haft á starfsemina.
 
  1. Lögð fyrir tvö erindi sem borist hafa frá Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituð af Svandísi Ingmundardóttur þróunar- og skólafulltrúa Sambandsins.
 
Í tölvupósti dagsettum 19. september er kynnt að skólaþing sveitarfélaga verður haldið 30. nóvember n.k. en áður hafði verið fyrirhugað að það yrði 23. nóvember n.k. Jafnframt kemur fram að nánara kynningarbréf um þingið sé á leiðinni. Fræðslufulltrúa falið að koma upplýsingum um málið til sveitarstjórnarfulltrúa og skólastjóra leik- grunn- og tónlistarskólastjóra og áframsenda kynningarbréfið áðurnefndra aðila þegar það berst.
 
Í tölvupósti dagsettum 14. september sl. er farið fram á umsögn og athugasemdir við drög að stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum ásamt greinargerð. Samþykkt að senda stefnudrögin til umsagnar sveitarstjórnarmanna og skólastjóra leik-, grunn- og tónlistarskólastjóra.
 
  1. Lagt fyrir erindi frá Byggðaráði. Um er að ræða drög að fyrirmynd að lögreglusamþykkt sem er í umsagnarferli hjá dómsmálaráðuneytinu sbr. 3. lið fundargerðar ráðsins frá 20. september sl. Í bókun byggðarráðs kemur m.a. fram: “Jafnframt beinir byggðaráð því til nefnda sveitarfélagsins að kanna hvort lögreglusamþykkt í framlagðri mynd fullnægi þörf sveitarfélagsins.”
Samþykkt að senda drögin til skólastjóra leik-, grunn- og tónlistarskólastjóra og óska eftir athugasemdum frá þeim og taka þau til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 18.10