Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

7. fundur 02. október 2006
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 7- 02.10. 2006

Ár 2006, mánudaginn 2. október kom Fræðslunefnd saman til fundar í húsnæði Grunnskólans og Leikskólans á Hólum kl. 14:00.

Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- & íþróttafulltrúi og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar. Jóhann Bjarnason skólastjóri Grunnskólans á Hólum og Anna Stefánsdóttir skólastjóri Leikskólans Tröllaborgar sátu fundinn undir lið nr.1 og Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir frá Hólaskóla sátu fundinn undir lið nr. 2. 
 
Dagskrá:
  1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla á Hólum
  2. Þróun nemendafjölda Hólaskóla.  
Afgreiðslur:
  1. Húsnæði grunn- og leikskólans skoðað í fylgd með skólastjórum grunn- og leikskóla. Rætt var sérstaklega um það hvernig væri hægt að bregðast við auknum nemendafjölda í framtíðinni.
  2. Sigurbjörg og Sigríður lögðu fram minnisblað um líklega fjölgun nemenda og starfsmanna Hólaskóla og áhrif þess á fjölgun nemenda í leik- og grunnskóla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16:00