Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 2 - 30.06. 2006
Ár 2006, föstudaginn 30. júní kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 12:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar leikskólans Helga Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Helgadóttir og grunnskólans Hallfríður Sverrisdóttir skólastjóri. Einnig sat fundinn Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi og ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Leikskólamál:
- Glaðheimar – samningur um hádegismat
- Glaðheimar – skipulag ræstinga
- Önnur mál
- Skóladagatöl grunnskólanna
- Árskóli – ráðning aðstoðarskólastjóra
- Árskóli – ráðning stigstjóra
- Varmahlíðarskóli – nemendur úr Akraskóla
- Framlag úr Jöfnunarsjóði vegna fatlaðra nemenda
- Greiðslur fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Leikskólastjóri Glaðheima gerði grein fyrir ósk um að framlengja samning við Kaffi Krók um heitan hádegismat fyrir leikskólann. Fræðslunefnd leggur til við Byggðaráð að tilraunasamningurinn verði framlengdur til áramóta. Fræðslufulltrúa og leikskólastjóra Glaðheima falið að vinna málið áfram.
2. Leikskólastjóri Glaðheima gerði grein fyrir hugmyndum um breytingu á starfsliði, m.a. vegna niðurlagningar mötuneytis. Lagt er til að störf ræstitækna og frágangur í mötuneyti verði sameinað í eitt starf. Fræðslunefnd samþykkir framlagðar tillögur enda verði ekki af þeim kostnaðarhækkanir.
3. Engin önnur mál.
Hér yfirgefa áheyrnarfulltrúar leikskólans fundinn og inn kom áheyrnarfulltrúi grunnskólans.
4. Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna. Fræðslunefnd staðfestir framlögð skóladagatöl.
5. Skólastjóri Árskóla leggur fram tillögu um ráðningu aðstoðarskólastjóra til eins árs. Kristbjörg Kemp og Ragnheiður Matthíasdóttir skipta með sér stöðunni. Nefndin samþykkir framlagða tillögu.
Hér vék formaður nefndarinnar af fundi og varaformaðurinn tók við stjórn fundarins
6. Skólastjóri Árskóla lagði fram tillögu um ráðningu stigstjóra miðstigs, Önnu Steinunni Friðriksdóttur til eins árs. Aðrir stigstjórar verða þeir sömu, en stigstjóri elsta stigs gegnir jafnframt starfi aðstoðarskólastjóra. Nefndin samþykkir tillöguna.
Hér kom formaður nefndarinnar aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins.
7. Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er við endurskoðun á samningi milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur Varmahlíðarskóla.
8. Fræðslufulltrúi kynnti vinnulag vegna útreikninga á framlagi úr Jöfnunarsjóði vegna fatlaðra nemenda.
9. Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir greiðslum vegna barna með lögheimili í öðrum sveitarfélögum.
10. Rætt um mötuneytismál í Árskóla.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.49.