Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 1 – 23.06. 2006
Ár 2006, föstudaginn 23. júní kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 12:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir.
Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, boðaði til fundar og stýrði fyrstu þremur dagskrárliðum. Gunnar M. Sandholt, sviðsstjóri, og Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi, sátu fundinn. Gunnar ritaði fundargerð
Dagskrá:
- Kosning formanns
- Kosning varaformanns
- Kosning ritara
- Verkefni fræðslunefndar
Afgreiðslur:
1. Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, setti fund og stjórnaði kosningu. Hann flutti tillögu um Sigurð Árnason, sem formann. Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Gerð var tillaga um Helga Thorarensen sem varaformann. Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Flutt var tillaga um Maríu Lóu Friðjónsdóttur sem ritara. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Að svo búnu fól staðgengill sveitarstjóra nýkjörnum formanni fundarstjórn, óskaði nefndinni heilla í störfum sínum og vék af fundi.
4. Formaður lagði fram minnisblað um verkefni nefndarinnar og Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram og skýrði minnsblaðið “Samantekt fræðslumála”.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00.