Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

79. fundur 20. júní 2012 kl. 13:00 - 15:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
  • Anna Steinunn Friðriksdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Elín Berglind Guðmundsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Skóladagatöl leikskóla 2012-2013

Málsnúmer 1205091Vakta málsnúmer

Skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2012-2013 lögð fram og samþykkt. Jafnframt var kynnt athugasemd sem barst frá formanni foreldraráðs við leikskólann Tröllaborg um lokun leikskólans vegna starfsdaga

2.Umsókn um hálfa stöðu

Málsnúmer 1206085Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá leikskólastjóra Ársala um að ráða starfsmann í 50% starf vegna umönnunar barns með sértæka erfiðleika. Beiðninni hafnað að sinni þar sem enn liggur ekki fyrir hver þörfin verður.

3.Beiðni um lokun eldra stigs Ársala fyrr

Málsnúmer 1206066Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra Ársala um að fá að stytta opnunartíma eldra stigs kl. 16:30 í stað 17:15 á næsta skólaári. Eins og staðan er ósk um vistun fyrir 5 börn á þessu tímabili. Fræðslunefnd samþykkir erindið.

4.Hádegismatur í Ársölum

Málsnúmer 1206098Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að ákvörðun verði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

5.Beiðni um fjölgun bílastæða

Málsnúmer 1206065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Ársala um fjölgun bílastæða við yngra stig leikskólans. Fræðslunefnd óskar eftir því að tæknideild sveitarfélagsins taki málið til skoðunar.

6.Minnkun lóðar yngra stigs Ársala

Málsnúmer 1206067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Ársala um minnkun lóðar við yngra stig leikskólans. Fræðslunefnd óskar eftir því að tæknideild sveitarfélagsins taki málið til skoðunar.

7.Áhyggjur vegna flutnings leikskólans - frá stjórn foreldrafélagsins

Málsnúmer 1206006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, þar sem fram koma áhyggjur af því að dýrmætt útileiksvæði leikskólabarna tapist við flutning leikskólans í húsnæði grunnskólans. Fræðslunefnd áréttar að teikningar af lóð liggja ekki fyrir en ítrekar að þarfir barnanna verði að sjálfsögðu hafðar í forgangi við hönnun og frágang lóðar sem og alls húsnæðis, verði tillaga um flutning samþykkt í Samstarfsnefnd.

8.Skóladagatöl grunnskóla 2012-2013

Málsnúmer 1205053Vakta málsnúmer

Skóladagatöl fyrir grunnskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2012-2013 lögð fram og samþykkt.

9.Kennslumagn grunnskóla 2012-2013

Málsnúmer 1206083Vakta málsnúmer

Tillögur um kennslumagn grunnskólanna lagðar fram og samþykktar.

10.Ársskýrslur grunnskólanna 2011-2012

Málsnúmer 1206159Vakta málsnúmer

Ársskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2011-2012 lagðar fram.

11.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna

Málsnúmer 1206183Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla lagðar fram til kynningar.

12.Fyrirkomulag fæðismála í Árskóla

Málsnúmer 1206157Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að ákvörðun verði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

13.Vinaliðaverkefni

Málsnúmer 1206147Vakta málsnúmer

Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi, kynnti verkefnið ,,Vinaliðar", en grunnskólum Skagafjarðar býðst að vera frumkvöðull að þessu verkefni á Íslandi. Um er að ræða norskt kerfi sem miðar að því að draga úr einelti í frímínútum með jákvæðum verkefnum sem snúa beint að nemendum sjálfum. Fræðsluþjónustan hefur hlotið tvo styrki að upphæð kr. 1400 þús. króna til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og jafnframt hefur fræðsluþjónustunni verið boðið að kynna verkefnið á Sprotaþingi menntamálaráðuneytsins í haust. Fræðslunefnd fagnar verkefninu og hvetur grunnskólana til þátttöku í því.

14.Skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar 2012-2013

Málsnúmer 1206124Vakta málsnúmer

Skóladagatal Tónlistarskóla lagt fram og samþykkt.

15.Ársskýrsla Tónlistarskóla Skagafjarðar 2011-2012

Málsnúmer 1206125Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Tónlistarskóla Skagafjarðar lögð fram.

16.Skólahald í Skagafirði 2012-2013 og 2013-2014

Málsnúmer 1205089Vakta málsnúmer

Þann 16. maí s.l. var haldinn fundur með starfsmönnum Grunnskólans austan Vatna og leikskólastjóra Tröllaborgar, þar sem kynntar voru tillögur að breytingum á skólahaldi austan Vatna. Ekki vannst tími til að funda með starfsmönnum leikskólans og foreldrum beggja skólastiganna og er lagt til að fundir með þeim verði haldnir í lok ágúst. Jafnframt er lagt til að hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að koma með breytingatillögur eða nýjar tillögur að fyrirkomulagi skólahalds sem taki gildi skólaárið 2013-2014. Vegna faglegs undirbúnings að breytingum er lögð áhersla á að ákvörðun liggi fyrir ekki síðar en í lok október 2012.

17.Drög að námskrám - umsagnir eða athugasemdir óskast

Málsnúmer 1206082Vakta málsnúmer

Kynnt var erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögnum hagsmunaaðila um drög að námssviða- og námskrárgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Umsagnir má gefa á vefsvæði ráðuneytisins og þurfa þær að hafa borist fyrir 7. september.

18.Talþjálfun grunnskólabarna - greiðsluþátttaka

Málsnúmer 1205342Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er staðan í viðræðum sambandsins og fulltrúa ríkisins um kostnaðarskiptingu vegna talþjálfunar grunnskólabarna.

19.8. nóvember - baráttudagur gegn einelti

Málsnúmer 1206019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að 8. nóvember ár hvert verði framvegis helgaður baráttunni gegn einelti.

Fundi slitið - kl. 15:35.