Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

60. fundur 24. apríl 2006 kl. 15:00 - 18:35 Í Ráðhúsi

Ár 2006, mánudaginn 24. apríl kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Sigríður Svavarsdóttir.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sat undir liðum 1-3. Undir lið 4 sátu Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi, Jón Hilmarsson skólastjóri og Þóra Björk Jónsdóttir sérkennari.

Dagskrá:

Menningarmál

  1. Félagsheimili- rekstrarstyrkir.
  2. Styrkir til menningarmála.
  3. Önnur mál

Fræðslumál

4.   Skólastefna

Afgreiðslur:

Menningarmál:

  1. Félagsheimili- rekstrarstyrkir.
    Samþykkt að styrkja Árgarð um kr. 400.000 af lið 5610 styrkir til félagsheimila.
  2. Styrkir til menningarmála.
    Samþykkt að styrkja Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls um kr. 50.000 til útgáfu geisladisks, samþykkt að styrkja Jónsmessufélagið í Hofsósi um kr. 30.000 og Löngumýrarskóla um kr. 30.000 til píanókaupa.  Tekið af lið 05890. 
  3. Önnur mál
    Sæluvika – Sviðsstjóri lagði fram til kynningar dagskrá Sæluviku 2006.

    Fræðslumál:
  4. Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Hofsósi mætti á fundinn ásamt fulltrúum Skólaskrifstofunnar og ræddi hugmyndir sínar um vinnu að skólastefnu.
    Unnin voru frumdrög að SWOT – greiningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.