Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

59. fundur 24. mars 2006 kl. 15:00 - 18:10 Í Ráðhúsinu

Ár 2006, föstudaginn 24. mars kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Sigríður Svavarsdóttir.  Áheyrnarfulltrúar Björg Baldursdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Svanhildur Guðmundsdóttir. Að auki sat fundinn Gunnar M. Sandholt sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.  Jón Hilmarsson, skólastjóri, sat undir liðum 1-5 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sat undir liðum 6-11.

Dagskrá:

Leikskóli – Grunnskóli.

  1. Gjaldskrá –  samræming, áður á dagskrá 8. mars.
  2. Skólastefna. Jón Hilmarsson kemur til fundar.
  3. Tillaga varðandi ráðningarmál.
  4. Tillaga um lækkun leikskólagjalda frá Sigurði Árnasyni, dags. 22. mars 2006
  5. Önnur mál

Kl.  16:00.

Menningarmál:

  1. Félagsheimili –  Ársreikningar.
  2. Styrkir til menningarmála, afgreiðsla.
  3. Erindi frá Sveini Ólafssyni varðandi greiðslur fyrir landsaðgang að gagnasöfnum. Áður á dagskrá 6. mars.
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Lagt fram minnisblað fræðslu- og íþróttafulltrúa varðandi kostnað við áformaðar breytingar, sem sýnir að hann nemur um 1,6 millj. kr. á ársgrundvelli miðað við núverandi samsetningu barna.
    Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Árvistar og leikskóla:
    “Systkini sem eru í mismunandi úrræðum á vegum sveitarfélagsins njóta systkinaafsláttar, þannig að fyrsta barn reiknast það barn sem er í daggæslu á einkaheimili, annað barn í Árvist/leikskóla (25% afslátt) og þriðja barn í Árvist/leikskóla (25% eða 50% afslátt).
    Fjórða barn í daggæslu/leikskóla þar umfram greiðir hvorki leikskólagjald né gjald fyrir Árvist”
    Málinu vísað til byggðarráðs.”
  2. Jón Hilmarsson gerir grein fyrir áætlun sinni um vinnu heildstæðrar skólastefnu. Samþykkt samhljóða að fela Jóni Hilmarssyni vinnu við heildstæða skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð í tengslum við meistararitgerð í M. Ed- námi. Vinnan fari fram í nánu samstarfi við fræðslu og menningarnefnd, fræðslu- og íþróttafulltrúa og aðra sérfræðinga og starfsmenn sveitarfélagsins á þessu sviði. Stefnt er að því að drög að skólastefnu liggi fyrir í maí 2007.
  3. Sigríður Svavarsdóttir vék af fundi.
    Fyrir liggur tillaga frá fræðslu- og íþróttafulltrúa um ráðningu starfsmanns til ráðgjafarstarfa við leik- og grunnskóla frá og með 1. janúar 2007. Um er að ræða fullt starf sem verður til við hagræðingu innan nokkurra stofnana, en veita þarf fjármagni sem nemur 30% til nýrrar stöðu við leikskólana. Nefndin mælir með að þessi leið verði farin og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu, m.a. að ganga frá formlegri starfslýsingu og tryggja fjármagn til starfsins á næstu fjárhagsáætlun.
    Sigríður Svavarsdóttir kom aftur til fundar.
  4. Sigurður Árnason leggur fram svohljóðandi tillögu: “Vistunargjald, bæði almennt gjald og sérgjald, vegna leikskólavistunar barna í leikskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar lækki um 20%. Lækkunin taki gildi 1. maí 2006”.
    Gísli Árnason leggur fram svofellda tillögu: “Ég fagna tillögu Sigurðar en legg til að tillögunni  verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og fræðslu- og íþróttafulltrúa verði falið að vinna að nánari kostnaðarútreikningi í samvinnu við fræðslu- og menningarnefnd og stefnt verði að lækkun leikskólagjalda í áföngum með það að markmiði að leikskólagjald geti lækkað í takt við bætta rekstrarstöðu sveitarfélagsins.”
    Tillaga Gísla samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1.   
  5. Önnur mál
    a) Samþykkt samhljóða tillaga forstöðumanns Árvistar og skólastjóra Árskóla um að skráning í Árvist fari fram í maí (í stað maí og júní).

Menningarmál:

  1. Kristján Kristjánsson sem annast bókhald félagsheimila kom til fundar og lagði fram til kynningar ársreikninga félagsheimila fyrir árið 2005.
  2. Styrkir til menningarmála, afgreiðsla:

Umsækjandi:

Afgreiðsla:

 

Karlakórinn Heimir v/starfsemi

300.000

 

Sögufélag Skagfirðinga v/starfsemi

400.000

 

Dægurlagakeppni Sæluviku

420.000

 

Sönghópur eldri borgara,   v/starfsemi

100.000

 

Alþýðulist v/ sýningarhalds

0

Vísað   til Atvinnu- og ferðamálanefndar

Alexandra   Chernyshova v/útgáfu geisladisks

50.000

 

Jón Ormar Ormsson v/skrifa á   leikriti

50.000

 

Bryndís Þráinsdóttir, v/bókmenntakvöld

0

 

Víkingahátíð Kaffi Króks

100.000

 

Kirkjukór Glaumbæjarsóknar v/ útgáfu

0

 

Kristján Eiríksson v/ ritunar sögu Drangeyjar

150.000

 

Löngumýrarskóli v/píanókaupa

0

 

Rósmundur Ingvarsson v/ örnefnaskráningar

100.000

 

Sigurlaugur Elíasson v/ rekstur vinnustofu

100.000

 

Tónlistarfélagið v/starfsemi

100.000

 

Skagfirski Kammerkórinn v/starfsemi

100.000

 

Kristborg Þórsdóttir v/örnefnaskráningar

0

Vísað   til Skipulags- og bygginganefnd

Sæluvika Skagfirðinga

250.000

 

Samtals:

3.420.000

 

Sviðsstjóra falið að svara umsóknum.

3.  Erindi frá Sveini Ólafssyni varðandi greiðslur fyrir landsaðgang að gagnasöfnum. Áður á dagskrá 6. mars.

Nefndin felur Héraðsbókasafni að afgreiða erindið.

4 . Önnur mál
Sviðsstjóri lagði fram erindi varðandi kaup á textabúnaði til bíósýninga í Bifröst.  Nefndin samþykkir að leggja til verkefnisins kr. 1.800.000 af lið 05610, styrkir til félagsheimila.  Búnaðurinn verður eign sveitarfélagsins en verður leigður rekstraraðilum Bifrastar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.